Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Side 131
um út að sjó. Um haustið var fénaði fækkað. Kom fljótlega í minn
hlut að sinna um þær skepnur, sem við höfðum eftir. Eg hafði því
daglega útivist bæði sumar og vetur, hvernig sem viðraði.
A þessum árum og næstu áratugi dreymdi mig oft mjög mikið -
stundum sama drauminn aftur og aftur - og leið misjafnlega langt
á milli, stundum ár eða meira. Aldrei varð ég þess var, að ég væri
ekki jafn hress að morgni, hvað sem mig hafði dreymt. Leið svo
fram yfir tvítugsaldurinn.
Þá er það einn vetrarmorgun, þegar ég er að vakna, að mér
finnst ég naumast geta hreyft mig fyrir þreytu. Mig hafði dreymt
gamlan kunningja, sem mig hafði aldrei áður dreymt, Hólalands-
bola. Nú hafði ég ekki mitt ágæta barefli, sem áður dugði mér svo
vel, og varð að takast á við bola með tómum höndunum, en sú var
aftur bót í máli, að nú var boli kollóttur.
Það smárunnu af mér svefnórarnir og fór ég að klæða mig og
varð brátt jafnhress og ég var vanur að vera. Svo liðu árin. Asamt
öðru dreymdi mig bola, en aldrei nema að vetri til og leið stundum
langt á milli, en misjafnlega þó.
Að því kom, að mér varð ljóst, hvað ég átti í vændum, þegar
mig hafði dreymt bola. Það brást ekki, að áður en dagur var liðinn
að kvöldi var komið ófært eða illfært veður.
Nú er mig löngu hætt að dreyma bola, enda hættur útiveru, þegar
veður eru vond, en frá barnsaldri hef ég haft gaman af að vera úti
í vondum veðrum.
Frá þ ví ég man fyrst eftir mér og lengi fram eftir árum, var það
venja, að láta tarfa ganga með kúnum, meðan þeir voru meinlausir,
sem kallað var, eða meðan þeir réðust ekki á fólk. Ekki vissi ég til
þess, að á þeim árum væri törfum gefið inni að sumrinu, þótt illir
væru. Var þá annað hvort, að þeim var fargað eða komið á afrétt,
en oft ekki fyrr en einhver hafði hlotið af þeim meiri eða minni
meiðsl.
Til var það líka, að settur var á þá útbúnaður, sem þeim var til
hindrunar, ef þeir hlupu. Tíðast mun hafa verið notað sívalt reka-
kefli, eða önnur álíka spýta — um tveggja feta löng og nálega 15-20
sm í þvermál. Utanum eða gegnum mitt keflið var rækilega fest
vænum kaðalspotta. Hálsband var sett á bolann, bandið úr keflinu
Múlaþing - 9
129