Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 136
menn sína austur bæði á báta og í vinnu hjá verzluninni Örum og
Wulf.
Runólfur var einn þeirra sem sendur var austur og var hann hjá
verzluninni, þá vinnumaður hjá Jóni á Rannveigarstöðum.
Á kvöldin að afloknum vinnudegi söfnuðust verkamenn í búðina,
en Stefán mun hafa lagt það fyrir að sínir menn eða þeir sem hjá
honum unnu kæmu í búðina að loknu dagsverki og fengju hress-
ingu sem var staup af víni og skonrokskaka sem kölluð var, eða einn
tíeyring, þeir sem kysu það heldur. Runólfur kaus peninginn og
eftir vertíðina átti hann orðið marga tíeyringa og taldi þá víst oft.
Runólfur heiðrar minningu móður sinnar
Eg gat þess, að Vilborg móðir Runólfs hefði verið í skjóli hans
og hefði hann verið notalegur við hana, en ólíklegt er að hann hafi
greitt með henni. Hún dó á Hofi og voru þau þá þar mæðginin.
Hún hafði átt einhverjar spariflíkur og þar á meðal klæðispils
nýlegt. Vildi húsmóðirin á Hofi að hún yrði klædd í pilsið og það
færi með henni í gröfina, en það aftók Runólfur og kvað það ó-
þarfa sóun á góðu fati, og varð svo að vera.
Hann hélt erfisdrykkju eftir móður sína og bauð fólki af næstu
bæjum og veitti kaffi og brauð og nóg vín. Séra Þórarinn Erlends-
son sem þá lifði háaldraður, hældi honum fyrir hvað það væri son-
arlegt og artarlegt af honum að hafa svona myndarlega minningu
eftir móður sína. Runólfur tvísté um stund þar til hann sagði og
stamaði:
— Þa þa, það er ekki nóg þó þú þú segir það, Þórarinn, var þá
orðinn fullur.
Runólfur tekur af sér krók
Eitt haust lagði Runólfur leið sína suður í Lón og keypti þar
fjögur lömb. En til að flýta för sinni labbaði hann inn í Markúsar-
sel sem er innarlega í syðri dölum sveitarinnar. Utan af alfaravegi
og inn í Markúsarsel er um 2*4 tíma gangur, og á þeim tíma gat
hann verið kominn suður á Lónsheiðarvörp. En frá Markúsarseli
ætlaði hann upp svokallaða Mosfellsheiði og þar yfir fjallið til
134
MÚLAÞING