Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Side 137
Lóns. Hann kom í Markúsarsel í rökkri og gisti, sagði Guömundi
sem þar bjó, um fyrirætlun sína, að hann með þessu móti ætlaði að
flýta för sinni og taka af sér krók og bað hann að fylgja sér upp á
fjallið og sýna sér hvar hann ætti að fara. Guðmundi þótti vænt
um að fá gestinn því þarna var fáförult og kvaðst skyldu vísa honum
rétta leið.
Næsta morgun gengu þeir yfir fjallið, og fylgdi Guðmundur hon-
um það langt að hann sá út í Bæjardal, en út hann skyldi hann fara
að Bæ í Lóni. Þetta er í það minnsta fjögurra tíma gangur, og
varð þetta því þriðjungi lengri leið en í ytra. En nú sýndi Run-
ólfur af sér rausn og dreif upp á Guðmund tvær krónur fyrir ómak-
ið og var vel borgað þá.
Það hygg ég að Runka hafi verið hlýtt til Guðmundar og hænzt
að honum, hvernig sem því hefur verið varið. Líklega hefur Guð-
mundur einhvern tíma tekið svari hans og Runka orðið það minni-
stætt.
Runólfur fer að búa
Þegar kindum Runólfs fjölgaði svo að hann gat ekki haft þær
allar á kaupi sínu, varð hann annaðhvort að lóga fleiru eða kaupa
þær í fóður. En það mun honum hafa þótt útdragssamt að þurfa að
borga fjórar krónur á lamb sem þá var taxti hér. En vorið 1900
losnaði dalabýlið Kambssel, og urðu tveir umsækjendur um kot-
ið. Fengu þeir sinn helminginn hvor og bjuggu þarna í sambýli í
eitt ár. Baðstofan á kotinu mun hafa verið virt báðum til jafns og
bjuggu sinn í hvorum enda, og var endi Runólfs minni og afþiljað-
ur svo hvor var út af fyrir sig að nokkru.
Ráðskonu fékk Runólfur. Hún hét Anna Jónsdóttir og var um
sextugt, hafði áður verið tvígift, en búin að missa báða mennina.
Erlendur mun sá fyrri hafa heitið og átti hún dóttur frá því hjóna-
bandi. Hún hét Guðrún og mun vera ætt frá henni. Seinni maður
hét Björn, að auknefni kallaður skundi. Anna var ættuð af Héraði,
átti bróður sem Þorkell hét, bóndi að Fljótsbakka í Eiðaþinghá,
var búfræðingur frá Eiðum, einn sá elzti þaðan frá skólanum.
Runólfi þótti ráðskonan dýr, hún setti í kaup 40 krónur yfir árið.
Það fannst Runka óheyrilegt. Þá var árskaup kvenna 25-30 krón-
múlaþing
135