Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 139
Vorið 1902 réðst Runólfur vinnumaður hjá Gústaf Iversen verzl-
unarstjóra á Djúpavogi og mun hafa verið þar næstu tvö þrjú árin.
Þaðan flutti hann til Norðfjarðar og dvaldi þar æ síðan. Hann
komst þar í kynni við ekkju sem Vigdís hét Gísladóttir. Mann sinn
hafði hún misst í mannskaðaveðrinu mikla á Viðeyjarsundi í apríl
1905. Ekki giftust þau, enda mun hún hafa fengið einhvern ekkna-
styrk, og af honum hefur Runólfur ekki viljað missa.
Hann drukknaði á Norðfirði af róðrarbát við þriðja mann.
Af Jóa stama
I bókinni Þegar kóngsbœndadagurinn týndist eftir Helga Valtýsson má lesa
ltátt af Jóa stama, en hann var einn af þeim, „sem minna niáttu sín“ í sam-
félaginu. I Ættum Austfirðinga fær hann það eftirmæli, að hann hafi verið
,.hálfaumingi“. Hann stamaði óskaplega og af því fékk hann viðurnefnið.
Fullu nafni hét hann Jóhann og var sonur Jóhannesar Jónssonar, er bjó á
Hrollaugsstöðum. Jóhannes var rnjög fátækur og mun eitthvað af börnum hans
hafa alizt upp á sveit, í það minnsta Sigurður, er síðar komst vel til manns,
eins og það var kallað, því hann gerðist síðar kjötsölumaður í sjálfri Kaup-
mannahöfn og auðgaðist þar.
Jói stami mun löngum hafa átt heima um Borgarfjörð og Loðmundarfjörð.
Eitthvert sinn var hann á ferð upp um Hérað, líklega á vegum Desjamýrar-
klerks, og kom þá að Hollormsstað. Hann sagði frá góðgerðunum þar á þessa
leið:
„Ég fék mikið og gott að borða. Það var matur á sex diskurn. En einn var
tómur. Það hefur sjálfsagt gleymzt að láta á hann.“
Ugglaust hefur Jói verið því vanari, að fá mat sinn í hnén en vera settur til
borðs.
(Frásögn Jóa af góðgerðunum á Hallormsstað er höfð eftir Eyjólfi Hannes-
syni).
MULAÞING
137