Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 140
JÓN BJÖRNSSON FRÁ HNEFILSDAL
Fuudin bein Guðrúnar Magnúsdóttur
í 5. bindi Múlaþings (bls. 161-165) er greinarkorn, sem ber
heitið Stúlkan á heiðinni. Þar segir frá því er Guðrún Magnúsdótt-
ir varð úti á leið sinni yfir heiðina milli Fella og Jökuldals, er
norðaustan stórhríð brast á. Eins og segir í greininni fann bóndinn
í Teigaseli beinaleifar þessarar stúlku sumarið 1916, en setti ekki
merki við staðinn. Gerði hann hreppstjóra viðvart, eins og vera
bar, en aldrei voru beinin tekin og staðurinn gleymdist.
En svo var það sumarið 1972, að þeir Eiríkur á Giljum og Kjart-
an í Teigaseli fundu þennan stað, þar sem Guðrún hafði látið fyrir-
berast forðum í baráttunni við tröllskap og vægðarleysi vetrarhörk-
unnar.
Þegar hér var komið þótti ekki annað hlýða en gera ferð á stað-
inn eftir þeim beinaleifum, sem þar kynnu að finnast, og koma
þeim í kirkjugarð.
Svo var það miðvikudaginn 19. júlí sama ár, að við gerðum ferð
okkar nokkrir frá Egilsstöðum og fengum Eirík með okkur til að
vísa leiðina, því uppi á heiðinni var niðaþoka. Þegar á staðinn kom
var sýnilegt, að aur og leðja hafði oft runnið þarna yfir í leysing-
um, og hulið að mestu þau bein, sem eftir voru. Við höfðum með
okkur lítinn kassa, sem smíðaður hafði verið og málaður á verk-
stæðinu hjá Völundi Jóhannessyni.
011 bein sem fundust voru látin í kassann og honum lokað. Hank-
ar voru á kassanum svo þægilegra væri að halda á honum, því löng
leið var til byggða þar sem bíllinn beið okkar.
Hinn 30. október voru svo þessar beinaleifar Guðrúnar sálugu
138 MÚLAÞING