Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 147
Og áfram þokast skíðin skáhallt upp aflíðandi halla Dragafjalls
og eftir skamma stund stend ég í Afréttarskarði í 842 metra hæð
og sé niður í Vestdal í Seyðisfirði í suðri, en handan bungu er
Þófadalur til Loðmundarfjarðar í norðvestri. Hér er villugjarnt í
dimmviðri og hætt við að fara fjarðavillt ef ekki er farið með gát.
Niður í Seyðisfjörð ganga stafbrattar brekkur og mjóir hjallar
á milli, fjölmargir hjallar og sumstaðar klettabelti. Allur Aust-
fjarðafjallgarðurinn er aflíðandi til Héraðs en gengur snarbrattur
niður í firðina, og víða allt að því þverhnípt úr sjó upp undir 1000
metra hæð, en annars staðar mjóar láglendisræmur. Af Bjólfstoppi
sem er nær 1100 metra á hæð, er um 2 km lárétt lína út yfir fjörð-
inn.
Skíðin báru mig hratt niður Vestdalsbrekkurnar, og réttum 4
stundum eftir að ég lagði af stað úr Hjartarstaðahlaðinu stóð ég við
húsdyr Guðbjargar móðursystur minnar Guðmundsdóttur og
manns hennar Guðmundar Bjarnasonar bóksala. Klukkan var enn
ekki nema eitt, svo að ég hafði tíma til að borða áður en ég gengi
á fund bankastjórans og lyki ýmsum smáerindum öðrum.
Það rættist vel úr erindi mínu við bankastjórann. Eg fékk víxil-
inn umtölulaust. Ég held að Haraldur Guðmundsson hafi ekki einu
sinni spurt mig hvað ég ætlaði að nota peningana og var það
óvenjulegt afskiptaleysi af bankastjórum í þá daga og stundum
enn. Um nóttina gisti ég hjá frænku minni og Guðmundi við
gott atlæti, svaf að vísu lítið því að mikið var af góðum bókum.
Þegar ég leit út morguninn eftir sá ég að veður höfðu skipazt,
loftið orðið þungbúið og norðanátt. Þá er allra veðra von í febrúar-
mánuði. Þau Guðbjörg og Guðmundur vildu að ég gæfi taft og
færi hvergi um daginn, en ég var þá ekki búinn að láta undan og
fór að tuska mig þrátt fyrir skynsamlegar úrtölur þeirra og fleiri.
Eftir að hafa étið eins og ég gat, gaukaði frænka mín að mér væn-
um nestispakka eins og hún gerði jafnan er ég fór gangandi þarna
yfir fjallið.
Svo lagði ég af stað með skinnhúfu niðurkeyrða og trefil. Ég
var vel búinn, í þykkri vaðmálstreyju yztri fata, með tvenna vettl-
inga og auðvitað í ullarnærfötum. Ég var á ágætum skóm. Það
munu hafa verið hermannaskór frá styrjaldarárunum fyrri, sem
múlaþing -10
145