Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 151
sonar Vopna. Hún var ekkja Einars GuSmundssonar bónda á Hrjót.
Þangað kom ég eftir hálftíma göngu og var vel tekið. MiSdags-
grautur var þar á borðum, súrmatur og pottbrauð með smjöri og
rúllupylsu. Ég tók rösklega til matar og þótti þá í fyrsta skipti á
ævinni slíkur grautur lostætur. Ég hvíldist æSi stund á Hrjót og
hélt síðan heim, tvær bæjarleiðir.
Þegar heim undir HjartarstaSi kom sá ég að sú breyting hafði
orðið í fjarveru minni að stór skafl lá eins og virkisgarður með-
fram austurhlið baðstofunnar og bæjarhúsanna. Meðfram bað-
stofunni var djúpur gígur eða geil, svo að útidyrnar og glugga-
skotin þrjú í þykkum moldarveggnum að austan voru óhulin snjó.
Upp fyrir snjóskaflinn skaut sem snöggvast höfði Steinþórs yngsta
bróður míns en hvarf strax aftur. Aftur á móti kom Dindill gamli
alveg upp á skaflinn og gelti æðislega að mér, en það hafði hann
aldrei fyrr gert. Síðan þaut hann eins hratt og lappir hans full-
veikburða fyrir spikaðan skrokkinn gátu borið hann, niður af
skaflinum og upp í eldhúsgluggaskotið, gelti þar, krafsaði og ham-
aðist sem óður væri. Þetta var hans aðferð við að fagna heimkomu
minni og láta vita af mér, en rétt áður hafði strákurinn skotizt inn
í eldhúsiÖ þar sem móðir mín stóð við störf sín og sagt henni að
einhver eldrauöur andskoti væri að koma utan túnið. Hann var
þá 6 eða 7 ára, en rétt er að geta þess að hann mun ekki hafa
þekkt mig og ekki skrökvað til um það yfirbragö eða andlitsfarva
sem óveður og svefnleysi hafði orsakað.
Ekki er mér nákvæmlega kunnugt um hvaða leiö ég fór í hríð-
inni, en þó má fara nærri um það: Hæðin sem ég varð var við
þegar ég hélt að Gilsárgljúfriö væri framundan mun hafa veriö
svokallaður Efri-Múli ofarlega í fjallinu inn og upp af Hjartarstöð-
um. Þaðan hef ég svo haldið í norðaustur í stað norðvesturs yfir
flatneskjur og grunn daladrög unz kom að Botnsdalsfj alli þar sem
ég mun hafa legið um nóttina og síðan gengið í þokunni um morg-
uninn norður í Kirkjutungur sem eru norður og niður af fjallinu.
Þessi leið er mest öll undanhöll, en þó ekki eins og sú er fyrirhuguð
var. Sennilega hefur vindáttin líka átt þátt í villunni, vindstaða
breytzt frá norðaustri í austur.
MÚLAÞING
149