Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 152
Gott var að koma heim eftir hrakninginn og sitja við mat og
eld. Sonur Kristbjargar á Hrjót, Stefán Einarsson, var hjá okkur
þennan vetur og var hann sendur í snatri í Eióa til að láta vita af
mér. Þá höfðu verið sendir af stað leitarflokkar frá Eiðum og úr
sveitinni og einnig frá Seyðisfirði. Þeir komu jafnskjótt af fjalli
og samband við þá náðist.
Skömmu eftir að ég kom heim var barið að dyrum. Þá var kom-
inn gestur, Sigurður Arnason, ungur bóndi í Heiðarseli í Tungu.
Hann var rauðastur og róttækastur ungra manna á Héraði. Nú
var hann með blað meðferðis. Það var undirskriftaskjal til að
fagna skipun Haralds Guðmundssonar í bankastjórastarfið á Seyð-
isfirði og stóðu á því nokkur nöfn. Ég skrifaði heils hugar undir.
Ég vona að Haraldur hafi fengið þetta plagg. Hann átti það skilið
vegna þess hvernig hann tók á þeim vandamálum er vörðuðu okkur
bændur hér um slóðir.
Rauða uppreisnarblóðið í okkur hægði eitthvað á sér í bili, en
þó vorum við viðbúnir hinu versta. Þegar það fréttist skömmu
síðar að bankarnir hygðust taka jarðir fátækustu bændanna upp í
skuldir og selja á nauðungaruppboðum héldum við útifund 9 rauð-
liðar og bárum saman ráð okkar. Okkur kom saman um að hindra
ekki sölu jarðanna, en ef gerðar yrðu tilraunir til að hera bændur
út ákváðum við að láta hart mæta hörðu, hindra það með ofbeldi
og berja á útburðarmönnum ríkisvaldsins. Eitt vorið um þetta leyti
var auglýst uppboð á jörð hér í sveitinni. Þá komum við hinir ungu
og reiðu menn saman og lágum úti húmdökka sumarnótt, hrýndum
hver annan til dáða og skipulögðum baráttuaðferðir. Morguninn
eftir kom sýslumaður Suður-Múlasýslu með fylgdarliði til að bjóða
upp jörðina. Við gengum á fund hans á uppboðsstað til að tjá hon-
um ákvörðun okkar. Frummælanda höfðum við kosið Ingvar Guð-
jónsson sem nú býr í Dölum í Hjaltastaðaþinghá, reiðan mann og
ódeigan, vel máli farinn en nokkuð hvatan í orðum og skapríkan.
Hann brást ekki vonum okkar, en þó þótti okkur sumum ræða hans
yfir sýslumanni fullsvæsin, því að enn var ekki Ijóst orðið hvort
jarðasalan yrði framkvæmd bændum til hagsbóta eða flæma ætti
þá burt.
Af útburði varð ekki og komu því ráðagerðir okkar rauðliða
150 MÚLAÞING