Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 154
EIRÍKUR SIGURÐSSON
Austfirzk alþýðuskáld IV
Páll Jóhannesson í Stöð
Páll Jóhannesson er fæddur 23. október 1897 í Kirkjubólsseli í
Stöðvarfirði. Foreldrar hans voru Jóhannes Jónasson og Björg
Björgólfsdóttir, en þau voru ógift. Jóhannes bjó lengst á Skjögra-
stöðum í Skógum og er þekktur sem snjallt alþýðuskáld. En af föð-
ur sínum hafði Páll lítið að segja, því að hann ólst upp hjá móður
sinni og stjúpa.
Björg, móðir Páls, var úr Breiðdal af Heydalaætt. Hún var systir
Jóns á Þorvaldsstöðum og Sigurðar Björgólfssonar, kennara og
þeirra systkina.
Björg giftist Jóni Jónssyni, skaftfellskum að ætt, og bjuggu þau
á ýmsum bæjum í Breiðdal og hjá þeim ólst Páll upp. Eins og af
þessu sést, átti hann skáldmælta ættingja i báðar ættir.
Páll kvæntist 23. október 1930 Þorbjörgu Magnúsdóttur, Gunn-
arssonar bónda á Skriðu í Breiðdal og konu hans Aðalbjargar
Stefánsdóttur, Jóhannessonar pósts að Jórvík í Breiðdal.
Þau Páll og Þorbjörg bjuggu fyrst að Háteigi í Stöðvarfirði, sem
var nýbýli frá Stöð, en síðar í Stöð til 1949. Þá byggðu þau sér
hús í Stöðvarfjarðarþorpi, er þau nefndu Sigtún, og fluttu þangað.
Þar stundaði Páll venjuleg daglaunastörf. Þau eiga þrjú börn, sem
öll eru búsett í Stöðvarfirði.
Páll andaðist á Landspítalanum í Reykjavík 28. marz 1959.
Páll orti talsvert og hafði mikið yndi af ljóðum. Nokkru af kvæð-
um sínum mun hann hafa fargað, en þau kvæði, sem til eru, sýna
að hann var vel skáldmæltur og orðin léku honum á tungu. Nokkur
kvæði og stökur eftir hann eru í bókinni „Aldrei gleymist Austur-
land“.
152
MÚLAÞING