Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 165
Lengra innfrá, lrandan Skriðuklausturs, nefnist sú Jökulsá, er kem-
ur úr Norðurdal og sameinast Keldá úr Suðurdal. Yaðið, sem
Eyvindur reið, hefur sennilega verið rétt neðan við Bessastaði.
Þar er nú ekkert vað, en á gróinni sléttunni fast við ána eru nokkr-
ar tættur, sem nefnast Skálatættur og nálægt þeim sjást enn fornar
reiðgötur.
Mjög er sennilegt, að Eyvindur hafi riðið þessar götur. Þær
a.
A^úSkricLt
j MXeXtr
j20Skriít
jlSMeter
C.
Rústir á Skriðuklaustri.
liggja gegnt Bessastöðum, og að því er sagan segir, beindi hann
för sinni á Bessagötur upp á heiðina.
Er við fórum fram hjá Hrafnkelsstöðum sáum við konur þar
starfa að hvalkjötssuðu úti við, en mikið hvalkjöt hafði nýlega
verið flutt þangað heim frá hvalstöðinni í Hellisfirði, sem og á
aðra bæi í sveitinni. Karlmennirnir voru önnum kafnir að flytja
heim hey; við fengum þó ferju yfir ána, en áttum í erfiðleikum
með að láta hestana synda yfir um.
A Bessastöðum sést haugur annars fornkappa, Bessa Ossurar-
sonar, og hefur oft verið í hann grafið. Þetta er lítill, u. þ. b.
þriggja feta hár haugur í túninu. Rétt hjá Bessastaðaá sunnan við
bæinn stendur tótt, sem nefnist Goðaborg. Þar er haldið, að hof
Bessa hafi staðið. Annars virðist ljóst, að algengt hafi verið á Is-
landi, að hofin stæðu nálægt ám, sem þá hafa að líkindum verið
helgaðar sama goði og hofin.
MÚLAÞING
163