Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 166
Skammt sunnan við Bessastaði stendur Skriöuklaustur þar sem
við gistum. Hér var yngsta klaustur á Islandi, stofnað árið 1494
og kirkja þess ekki vígð fyrr en 1512. Klaustrið var lagt niður
með siðaskiptunum. Sjást rústir kirkju og kirkjugarðs (a) u. þ. b.
600 fetum suðaustan bæjarhúsanna, undir brekkuhalli. Samkvæmt
venjunni ættu að hafa legið jarðgöng milli bæjar og kirkju, til
afnota fyrir nunnurnar.* A einum stað sést jafnvel svolítill hryggur,
sem mun vera leifar af þessum jarðgöngum, en hér um eru sagnir
J^a.ndlof,
Skálatættur við Jökulsá.
Goðaborg hjá Bessastöðum.
harla óljósar. Um það bil 40 álnum vestan bæjarhúsanna er tótt (b),
sem vera mun frá tímum klaustursins. Hún er 30-40 skrefa löng og
mest 24 skref á breidd. 1 bakka á djúpum skurði við annan enda
rústarinnar kemur í ljós, að grunnurinn hefur verið hlaðinn úr
grjóti, sem nú liggur á fjögurra feta dýpi í jörð. Enn er hin þriðja
tótt (c) þar á túninu og er sú minni.
Heima við bæinn sáum við mikinn rekavið, aðallega furutré,
sem safnað hafði verið á ströndinni við ós Lagarfljóts. Á túninu
sáum við aflangan steinhnullung, er nefnist Bessasteinn. Sögur
herma, að hann hafi upphaflega verið á Bessastöðum, en Bessi sparn
honum þaðan af hlaðinu og hingað, þar sem hann síðar seig í
jörð. í steininn er dálítil laut, eftir fótinn á Bessa. Steinninn vegur
á að gizka 180 pund.
* Hér ruglast höfundur ögn í ríminu. Á Skriðuklaustri var munklífi.
164
MÚLAÞING