Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 169
Aðalból. - Á bæjarhlaði hreindýraskyttunnar.
Hrafnkelsdalur, sem áin Hrafnkela rennur eftir, er rösklega fjög-
urra mílna langur og mynnist við Jökuldal skammt neðan við Brú.
Þar eru nú aðeins tvö lítil býli, Vaðbrekka og Aðalból, sem bæði
standa vestan árinnar, en áður fyrr voru þau mun fleiri. Þau
tókust af í svartadauða, sem geisaði á Islandi á árunum 1402—
1404, hálfri öld síðar en annars staðar í Evrópu, og í Oskjugosinu
1875, þegar öskuna lagði yfir norðurhelft dalsins, tókust af þáver-
andi beitilönd. Bæði Kaalund og Sigurður Vigfússon hafa ritað
um fornsögu Hrafnkelsdals.3
Nyrzt í dalnum stóð bærinn Múlakot. (Nr. 2 á kortinu). Þar
hafa sézt tættur, en eru nú mjög ógreinilegar. Þar næst suður frá
er Vaðbrekka, (vestan árinnar) lítið býli sem, eins og fyrr segir,
er í byggð, þá Þrándarstaðir, (nr. 3, vestan ár) nokkuð upp í hlíð-
inni. Þar er talið, að ekki hafi verið búið síðan í svartadauða.
Húsatættur hafa þarna um aldirnar eyðzt af vatnagangi og þakizt
aurskriðum, og er nú staðurinn grasi gróinn að nokkru.
MULAÞING
167