Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 177
Hringur eSa Hringstaðir með þrem til fjórum óljósum tóttum og
túngarði. Vestan við ána stóðu Laugarvellir og byggðust þeir upp
árið 1900. AS sögn hafa ennfremur verið í dalnum tvö sel: Múla-
sel, þar sem Fiskidalsá og Reykjará* renna saman, og annað þar
sem Reykjará fellur í Jökulsá.
Flestir þessara bæja munu hafa farið í eyði í svartadauða.5
Frá Aðalbóli höfðum við riöið í stormi og regni upp á háslétt-
una sunnan Jökuldals til þess að fá útsýni yfir reginbreiður Vatna-
jökuls, en aðeins grillti í hann stöku sinnum. Nú fetuðum við niður
bratta fjallshlíðina í átt til Jökulsár, og nálguöumst Reykjasel, stað-
Jökulsá á Brú við Reykjasel, sér til norðurs. Kumlið á bakkanum til hægri.
inn þar sem beinin og sylgjan höfðu fundizt. Nafnið bendir á, að
þar hafi veriö sel á fyrri tíð, en fundurinn sýnir, að enn fyrr gæti
hér hafa setið stór ætt. Nú er hér allt í eyöi og engar tættur að sjá.
Rrátt kom í ljós, að fundarstaðnum hafði ekki veriö umturnað,
eins og annars er venja við slíkar kringumstæöur. Blásið hafði af
höfuðkúpu og öðrum mannabeinum, einnig höfðu nokkrar gler-
perlur komið í ljós og hlutur, sem reyndist vera fögur íhvolf sylgja
af írskri gerð. Munirnir höfðu verið teknir til handargagns, en bein-
in þakin á ný.
Eiríkur á Brú var sóttur og kom hann yfir á kláfnum. Fengum við
þá jafnframt graftól og rannsóknin hófst. Fundarstaðurinn var 15
fetum ofar yfirborði Jökulsár, 35 fet frá árbakkanum, sem hér ligg-
ur undir áföllum af landbroti árinnar. Næst bakkanum fundum við
nokkur hrossbein og sagði Eiríkur okkur, að smalar hefðu fundiö
hér mikið af þeim; þau hefðu komið í ljós í leysingum eða við
* Laugarvallaá. Reykjará heitir eftir að þessar tvær koma saman. - Þýð.
MÚLAÞING
175