Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Side 178
uppblástur. Beinum þessum hefðu strákarnir hent í ána að gamni
sínu. Allra syðst (lengst frá árbakkanum), fundum við mannabein-
in, sem lágu, að því er við bezt fengum séð, norður og suður og höf-
uðið mót suðri. Hafa þau geymzt vel sökum þess að líkið hefur
verið jarðsett í þurrum sandi. Fundum við ekki aðeins höfuðkúp-
una heldur og brjóstkassann, mjaðmagrindina og handleggjabein-
in. Aftur á móti vantaði neðstu fótabeinin, sem að öllum líkum
höfðu skolazt brott.
Nákvæm rannsókn leiddi hið óvænta í ljós, að þarna höfðu varð-
Jökulsá á Brú við Reykjasel, sér til suðurs. Kumlið á bakkanum til vinstri.
Handan árinnar sér í mynni Reykjarár.
veitzt ýmsar leifar af ofnum fatnaði, ein flíkin hafði meira að segja
verið úr fögrum skrautvefnaði. Eftir því sem ég bezt veit tókst hér,
í fyrsta sinn á íslandi, að finna leifar af að minnsta kosti 900 ára
gömlum fatnaði, fyrir utan margar glerperlur og ryðgaða járn-
hluti.
Við höfðum grafið upp hluta af tveimur sverum, brúnum band-
snúrum, sem á sérkennilegan hátt voru tengdar grænleitum þræði.
Auðséð var á snúrunum, að þær höfðu legið við málm með því að á
þeim var eirgræna. Hið sama sást sums staðar á vefnaði. Með því
að bera saman þessa hluti og íhvolfu sylgjuna, sem Eiríkur hafði
fundið og er 3% þumlunga löng, sást, að þetta átti nákvæmlega
saman. Sylgjan hafði hangið í snúrunum og verið fest við þær með
græna bandþræðinum, svo og járnþornið, sem eyözt hafði af ryði.
Auðsætt virtist, að snúrurnar og sylgjan hefðu verið í náinni snert-
176
MÚLAÞING