Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 186
Jökulhlaupin koma skyndilega og valda í einni svipan ógnarlegu
tjóni, ef þau fara yfir byggðir, og jafnvel hér til fjalla getur tjónið
orðið tilfinnanlegt, þegar eySileggingin nær til hinna takmörkuSu
beitilanda. ÞaS var sýnilega sökum þess, aS landiS hækkar til norS-
urs, sem fyrr segir, aS ekki hafSi enn stærra svæSi norSan jökulsins
eySzt og hulizt jökli. í hlaupinu barst mikil jakahrönn niSur eftir
Jökulsá, og yfirborS hennar hækkaSi um 20 fet, svo aS ekki var t.
d. hægt aS nota kláfinn í marga daga.
Englendingurinn Howell hefur sagt mér, aS eftir því sem hann
fékk vitneskju um, næSi jökulhlaupiS allt vestur til Kverkár, þar
sem jökullinn teygSi sig allt niSur í miSjan Kverkárdal og hörfaSi
aSeins um 16 yarda á 6 árum. Þar breyttist einnig rennsli ánna og
þær uxu gífurlega.
A því tímabili síSan hlaupiS varS (1890) hefur komizt kyrrS á
jökulinn og jökulröndin hefur hörfaS dálítiS — nokkur hundruS
álnir. NeSan hennar liggja biksvartir ruSningar, sumir keilulaga,
verksummerki eftir þessar mikilfenglegu náttúruhamfarir, sem vera
má aS einhverntíma ríSi yfir á ný, en hvenær veit aS sjálfsögSu
enginn.
ViS náSum sæluhúsinu aS kvöldi. BjartviSriS fagra vék fyrir
hvössum hrySjum af jöklinum, sem lömdu okkur í andlitiS og urS-
um viS því fegnir aS fá húsaskjól í hinu nýbyggSa sæluhúsi, þar
sem allt var hreint og þrifalegt, enda hafSi þaS aldrei áSur veriS
notaS.
Um nóttina gerSi snjófjúk meS nokkurra stiga frosti, en viS
byrgSum dyrnar meS hnökkum og heypokum svo ekki trekkti inn;
ég fór í gæruskinnsúlpu mína og þakinn teppum var mér hlýtt í
torfkofanum uppi undir jöklum, langt frá mannabyggSum. Anton
og Elías höfSu breitt á annan enda kofagólfsins hey, sem hirt hafSi
veriS þá um sumariS þegar kofinn var byggSur til þess aS smala-
menn mættu fá húsaskjól um nætur í haustgöngum. Ofan á heyiS
breiddu þeir tjaldiS, sem ekki þurfti aS nota þessa nótt, og þarna
áttu þeir mjúka og góSa hvílu eftir erfiSan dag.
Anton hefur stungiS fótunum í poka og breitt kápu sína ofan á
sig, Elías vafiS stórum prjónaklút um höfuSiS, fariS úr treyjunni og
breitt hana yfir sig. Ég heyri þá anda djúpt. Úti hvín stormurinn
184
MÚLAÞING