Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 192
Eftir drjúgrar stundar ferð' enn meS sléttbrýnd Kverkfjöll í
vestri og snævi þakta tinda viS norSausturhorn Vatnajökuls í sjón-
máli en enga sýnilega breytingu á kyrrlátu, allt aS því mókandi
yfirborSi jökulsins ákváðum viS aS snúa aftur. ViS tókum nú
stefnuna meir til vesturs í átt til Kverkfjalla, hölluðum okkur síSan
til norSurs til þess aS komast þannig í boga aftur aS hinum svörtu
Á Vatnajökli, sér til Kverkfjalla.
strýtumynduSu ruðningum eSa sandöldum á jaSri jökulsins, en
þaðan vonaSist ég til aS fá góSa útsjón. Þegar viS nálguSumst
jökulröndina héðan frá gerSist yfirborS jökulsins skyndilega svo
tætt af smásprungum og ótryggt, að viS urSum aS fara af baki og
teyma. Þetta var afar þreytandi fyrir okkur alla, en átti þó enn
eftir aS versna á mótum lands og jökuls, því þar var ísinn þakinn
margra feta þykku lagi af leirleSju, sem viS köfuSum í, og urðum aS
leggja mikla króka á leiS okkar. En hámarki náSu þó erfiSleikarnir,
er viS komumst upp á þessar svörtu öldur, er reyndust geysimiklir
jakar þaktir leðju, möl og sandi.
OsluSum viS nú lengi áfram í þessari skelfilegu ófærð til þess aS
komast upp á brún þessara hrauka, unz allt í einu gein viS okkur
ferleg jökulsprunga meS svörtum rákum. Enn urSum viS aS leggja
stóra lykkju á leiS okkar, áSur en takmarkið náðist. En hér galzt
okkur líka erfiSið ríkulega. Útsýnið var stórkostlegt.
Snæfell séð frá jökulröndinni í suðri. Næst jökulöldur. Fjær til hægri Maríu-
tungur milli Jökulkvíslar og jökulsins. Á miðri mynd eru árnar komnar sam-
an og renna til vinstri. Fjærst er Snæfell.
190
MÚLAÞING