Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Side 193
Er ég hafði gert uppdrætti og framkvæmt nokkrar áttavitamæl-
ingar héldum við niður á við í átt til undirlendisræmunnar litlu,
þar sem við höfðum séð hreindýrin. Við okkur hafði fiðrað sú
hugmynd að reyna að skjóta eitt þeirra, en hurfum frá henni með
því að nær ógerningur var að flytja það til tjaldstaðar, en liðið að
kvöldi.
Hreindýrin höfðu lagzt og við riðum framhjá þeim án þess að
veita þeim athygli. En er okkur varð litið við, sáum við í skini hníg-
andi sólar, að nokkur þessara glæsilegu dýra stóðu upp og horfðu
á okkur og í sömu svipan spratt öll hjörðin upp. Þarna voru u. þ. b.
35 dýr innan 100 álna fjarlægðar frá okkur. Og hjörðin vatt sér við
og stormaði með fótaburði hjartarkynsins í átt til upptaka Jökulsár.
Hér námu dýrin staðar neðan við hina svörtu jökulhrauka. Við
eltum þau. Og nú; andartakslöng gagnkvæm athugun, síðan brun-
aði hjörðin af stað upp litla lænu og gusurnar gengu hátt yfir
hornkrýnd höfuð hennar — síðan á stökki upp yfir jökulhraukana,
en þar sóttist þeím hægara. Fagurt var á að líta, er þau geystust
hrauk af hrauk í kvöldsólinni. Síðan hurfu þau á svig við okkur.
Við héldum ferðinni áfram og réðumst yfir hraukana næst upp-
tökum Jökulsár og fundum þar mun betri leið en þá, er við fórum
upp á jökulinn. Rétt á eftir fórum við yfir beljandi ána á jökli, og
í þann mund, er myrkt var orðið, riðum við niður af jöklinum.
Nú töldum við auðfarna leið framundan, en það fór á annan veg.
Að vísu reyndum við að fylgja sömu slóð og á uppleiðinni, en
hestarnir sukku æ ofan í æ í forarbleytu, svo að við urðum að
stökkva af baki. Tvisvar sinnum var ekki annað sýnna en þeir
myndu hverfa í eðjuna, en þessar einstöku skepnur rifu sig upp úr
aftur. Forugir frá hæl að hnakka, soltnir og þyrstir náðum við í
tjaldstað, eftir 7-8 klst. fjarveru. Þá var klukkan 11. Við ákváðum
að hvíla okkur eina stund, hita te, grípa okkur bita, gefa hestunum
heyið sem við höfðum meðferðis og ríða síðan heim til kofans.
Það var bjarmi á norðurlofti, er við héldum áleiðis á ný. Morg-
uninn eftir vöknuðum við í rigningu og þoku. Með deginum birti
dálítið til og um kvöldið náðum við að Aðalbóli, þar sem við gist-
um, en þann 5. ágúst skyldi á ný snúið til Fljótsdals.
Múlaþing
191