Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Side 194
Ur Fljótsdal til Berufjarðar
Við komum síðla kvölds að Valþjófsstað, og þann 6. skoðuðum
við nokkrar litlar tættur. Eftir tilvísan sr. Þórarins Þórarinssonar
og fjölskyldu hans lá nú leið okkar inn í Suðurdalinn, að Þorgerð-
arstöðum, þar sem ég dvaldi til þess 8. við rannsókn á kumli því,
er áður getur, og jafnframt til að leita að þingstaðnum, sem talinn
er hafa verið undir Kiðufelli.
Búðatættur fundust þar þó engar eða neitt í þá áttina, aftur á
móti heyjaði ég mér heimilda um aflögð sel og eyðibýli í Þorgerð-
arstaðadal, sem Keldá fellur um.
Þar voru fimm sel: Um það bil 2000 álnir fyrir sunnan Þorgerð-
arstaði austan Keldár er Hringsel ( a á kortinu), þar eru nú fjár-
hús. Hér sjást mjög óskýrar tættur, huldar aurskriðu. Austan ár-
innar, spölkorn frá því fyrrnefnda, var Prestasel (b), sem notað
var frá Valþjófsstað. Litlu sunnar, vestan ár, var Sveinssel (c). Þar
standa nú fjárhús á seltóttunum. Þetta sel var austan ár u. þ. b. hálfa
mílu frá Þorgerðarstöðum. Þá var Broddasel (d) miklu sunnar, þar
sést ein tótt, og enn lengra burtu í sömu átt var Randalínusel (e),
þar sjást 4^5 tættur, þar á meðal ein stór
tótt spöl frá hinum.
Sel eru nú niðurlögð á Austurlandi sem
annars staðar á Islandi, eins og áður hefur
verið greint frá.12 Kúaeign og að nokkru
leyti hrossaeign á bæjum hefur farið
minnkandi en fjáreign er mikil, og nýtast
afréttirnar á víðlendum heiðum vel fyrir
sauðféð. Að sumrinu gengur féð - utan
kvíaær — allt upp í grennd j ökla og er smal-
að þaðan til byggða að haustinu.
Til glöggvunar á kvikfjáreign á bæjum
austanlands gerði ég þessa skrá: Rúst hjá Valþjófsstað.
192
MÚLAÞING