Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1974, Page 196
liluti heyfengsins fæst ofar fjallsbrúnum og er afar seinlegt að
flytja hann heim á hestum. Hefur hann því strengt vír að norskri
fyrirmynd, 1500 álna langan, og rennir heyinu niður eftir honum.
Eg hafði áformað að ná gufuskipinu heim á Djúpavogi þann 10.
Hinn 8. ágúst riðum við frá Þorgerðarstöðum þvert yfir fjall-
lendið, sérlega erfiða leið, þar sem aðeins varð farið fetið, því veg-
urinn lá um urðir, þaktar þunnu mosalagi og fara varð varlega með
hestana svo að þeir hnytu ekki.
Á leiðinni fengum við fagurt útsýni, fyrst til norðausturhluta
Vatnajökuls og síðan til Þrándarjökuls, auk þess fórum við fram-
hjá mörgum fjallavötnum í grýttu og nær gróðurvana umhverfi.
Við vorum glaðir, þegar fylgdarmaður okkar gat sýnt okkur Beru-
fjörðinn og hafið og þá skildu leiðir. Hann hélt heim yfir torleið-
ið, sem við höfðum komið, og því nær aldrei er farið, og aðeins á
einum stað sér fyrir 50 skrefa langri reiðgötu, en við hófum örð-
uga för niður í dalinn, þar sem við fengum gistingu á prestssetrinu
Berufirði.
Þann 9. riðum við út með firðinum norðanverðum að Berunesi.
Á leiðinni mældi ég nokkrar verzlunartættur í Gautavík, þar sem
Irar eiga að hafa verzlað.
Við skildum hestana eftir á Berunesi, en þar ætlaði Anton að taka
194 MÚLAÞING