Blik - 01.06.1972, Síða 7
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON
Síminn lagður milli Eyja og lands
/. Sæsími til Islands
Söguleg drög
Framámenn og fyrirliðar ýmissa
erlendra símafélaga liöfðu jafnvel
þegar um miðja s. 1. öld látið sér
koma til hugar símasamband milli
útlanda og Islands. Sérstaklega
vaknaði þessi hugmynd, þegar tekið
var að bollaleggja lögn sæsíma-
strengs milli Evrópu og Kanada. Ekki
þótti ráðlegt að leggja sæsímastreng
milli Evrópu og Norður-Ameríku
nema hafa stöðvar á leiðinni, svo
sem Færeyjar, ísland og Grænland.
Árið 1852 var hugleitt og bollalagt
um lögn sæsímastrengs milli Evrópu-
landa og Kanada. Vegna veður-
fregna, sem sjálfsagt þótti að senda
um sæstrenginn, þá þótti það ákjós-
anlegast og reyndar sjálfsagt að
strengurinn lægi um ísland, svo að
þaðan mættu einnig berast veður-
fregnir daglega til aðvörunar og
hjálpar skipum, sem leið áttu um
norðanvert Atlantshafið.
Sótt var um einkaleyfi til þess að
leggja sæstrenginn og reka símann,
og var það veitt, en ekkert varð úr
framkvæmdum.
Með fárra ára millibili var hvert
einkaleyfið veitt eftir annað í þessu
skyni, en ekkert aðhafzt áratugum
saman. Hins vegar var sæsímastreng-
ur lagður milli Evrópu og Ameríku
miklu sunnar árið 1866.
Árið 1869 (1. júní) var stofnað
Hið mikla norræna ritsímafélag (Det
store nordiske telegraphaktieselskab).
Svo að segja strax eftir stofnun þess,
tóku forgöngumenn þess að skegg-
ræða og áætla lögn sæsímastrengs
vestur til Kanada um Færeyjar, ís-
land og Grænland. Lengi vel varð þó
ekkert úr framkvæmdum, — ekkert
næstu áratugina. Ástæðan var sú, að
framkvæmd þessi var ekki talin svara
kostnaði, — ekki talinn borga sig
fj árhagslega. Sérstaklega þótti ekki
taka því að kosta svo miklu til um
símasamband við hið fámenna og
afskekkta eyland, — Island, — þarna
norður við heimskautsbauginn, því
að litlar voru tekjurnar áætlaðar
fyrirtækinu af þjónustu við dverg-
ríki það.
Árið 1891 var símamálinu fyrst
hreyft á Alþingi íslendinga. Það
BLIK
5