Blik - 01.06.1972, Síða 170
hingað til Eyja, stundaði hún alltaf
tóskap öðrum þræði. Hún kembdi og
spann og prjónaði bæði handprjón
og vélaprjón. Og hún afkastaði rniklu
starfi á þessu sviði, því að forkur
dugleg var hún þar sem annars stað-
ar, þar sem hún lagði hönd að verki.
Einvörðungu stundaði hún tóskap
eftir að hún hætti ljósmóðurstörf-
unum, rúmlega sjötug, og svo kenndi
hún börnum að lesa. Þau sóttu heim
til hennar í Fagradal þessa kennslu.
Svo sem vitað er hér í bæ, þó að
hvert hús sé tölusett nú orðið, þá
heitir eitt af íbúðarhúsunum í
Þykkvabænum, krikanum milli Báru-
stígs og Vestmannabrautar, Sand-
prýði (nr. 16 B við Bárustíg). Þar
bjuggu um árabil hjónin Helga Guð-
mundsdóttir og Einar Halldórsson.
Aður var frú Helga gift Gísla snikk-
ara Gíslasyni verzlunarstjóra Bjarna-
sen. Með þessum manni sínum átti
hún a. m. k. þrjú börn, Halldóru, Jór-
unni og Jón. Hún missti Gísla mann
sinn árið 1897. Árið 1902 giftist hún
aftur Einari útgerðarmanni Halldórs-
syni. Hann drukknaði 10. janúar
1912 með Sigurði formanni Sigurðs-
syni í Frydendal, þegar slysið mikla
átti sér stað í Vestmannaeyjahöfn.
Þeir áttu saman v/b ísland, VE 118
m. fl.
Sonur hjónanna frú Helgu og
Gísla var Jón Gíslason (f. 1888),
síðar ætíð kenndur við íbúðarhús
sitt Ármót við Skólastíg (nr. 14).
Hann lézt árið 1970.1
1 Dóttir frú Helgu Guðmundsdóttur að
síðara hjónabandi er frú Vilmunda Einars-
Jón Gíslason í Sandprýði óx þar
úr grasi og 31 árs gamall (1919)
kvæntist hann Þórunni Markúsdótt-
ur, yngri dóttur Guðrúnar Magnús-
dóttur í Fagradal. Þá var hún 25 ára
að aldri. Synir þessara mætu hjóna
eru bræðurnir og samborgarar okk-
ar hér í kaupstaðnum, Markús og
Þórarinn Jónssynir. Þórunn Mark-
úsdóttir, húsmóðir og eiginkona í
Sandprýði, lézt 1. júní 1921 á 14.
degi eftir að hafa fætt son sinn Þór-
arinn. — Eitt áfallið enn fyrir Guð-
rúnu ljósmóður í Fagradal.
Oft vann Guðrún Magnúsdóttir
að hekli eða prjóni á nóttunni, vann
nótt með degi. Ástæðurnar fyrir
vinnu hennar um nætur voru sálræns
eðlis. Þær voru tengdar tilfinninga-
lífi hennar og sárum minnum. Ef
hún vaknaði á næturþeli, og það
gerði hún iðulega, settust að henni
hugsanir, sárar minningar, sem vörn-
uðu henni svefns. Alveg sérstaklega
voru minnin um hamingju hennar
með seinni manninum áleitin og
saknaðarfull. Þá reis hún upp í sæng
sinni og tók til að hekla eða prjóna,
þar til svefninn yfirbugaði hana á
nýjan leik. Þannig lifði hún lífi sínu
mörg síðustu ár ævinnar.
Guðrún Magnúsdóttir var trúuð
kona, leitandi sál. Hún fann huggun
og fróun í guðstrú sinni og ýmsum
spaklega orðuðum kennisetningum
og spakmælum ritningarinnar.
Meðan sálarrannsóknir Haraldar
Níelssonar og Einars Kvarans voru
dóttir, kona Hinriks Gíslasonar, vélstjóra,
Skólavegi 15 hér í bæ.
168
BLIK