Blik - 01.06.1972, Qupperneq 199
Þegar að landi var komið með afl-
ann á opnu skipunum, áður en
bryggja var byggð í Eyjum, var
fiskurinn seilaður og dreginn á seil-
inni upp í fjöru eða á klöpp, þar sem
aflanum var skipt milli skipshafnar-
manna og skipsins sjálfs (skipshlut-
ir).
Seilað var þannig, að seilarnál-
inni var stungið undir kjalkabarðið
á fiskinum og ýmist út um augað
neðanvert eða ginið á fiskinum og
fiskurinn þannig látinn renna eftir
seilartóginu eða seilarólinni, því að
stundum var notað nautsleður í stað
tógs, og niður að seilarbotninum. A
eina seil komust 40—60 þorskar
eftir stærð. Seilin var síðan dregin í
land. Þá var fiskurinn „þræddur af“
seilinni og aflanum skipt eftir nokk-
urnveginn föstum reglum. Alltaf var
seilað, þegar komið var að í Lækn-
um sökum útfiris. Flestar seilarnál-
arnar eru merktar eigendunum, ýmist
með fangamarki eða rómverskri tölu.
Sú tala táknar oftast upphafsstaf í
nafni eigandans. Ákjósanlegt þótti
stundum að nota rómverskan tölustaf
til þess að tákna upphafsstaf eigand-
ans, því að hægara var að skera þær
tölur á nálina sökum beinu línanna.
T. d. talan 8, sem verður skorin VIII.
Hún segir okkur, að eigandinn eigi
G að upphafsstaf, því að G er áttundi
stafurinn í stafrófinu.
Undantekning var það hér í Vest-
mannaeyjum, ef seilarnál var smíð-
uð úr öðru efni en hvalbeini.
Tvær seilar munu hafa fylgt hverju
skiprúmi, sem fiskur var látinn í.
Aldrei var fiskur látinn í austurrúm
og fyrirrúm. Þar var skipið ausið.
Tvær til fjórar seilar voru í skut eftir
stærð skipsins.
Vil ég nú gera grein fyrir fyrrver-
andi eigendum seilarnálanna, eftir
því sem kostur er og mér hefur verið
tjáð, þegar nálarnar hafa verið færð-
ar Byggðarsafninu að gjöf. Flestar
voru upprunalegu eigendurnir kunn-
ir sjómenn hér eða útvegsbændur í
verstöðinni. Ef til vill er það öðrum
þræði ástæðan fyrir því, að nálarn-
ar hafa geymzt hér hjá afkomendum
þeirra eða ættingjum um tugi ára
til minnis um dugnað þessara manna
og farsæld á sjónum. En hér hefur
verið nokkrum annmörkum háð að
grafa upp hið rétta, því að seilarnál-
arar eru í hópi elztu minjanna á
Byggðarsafninu.
157. Seilarbotn, laus úr eik.
158. Seilarnálin á seilinni, sem
við eigum í heilu lagi, er merkt Jóni,
þ. e. nafn Jóns Ingimundarsonar í
Mandal, og er nálin frá formennsku-
árum hans á Mýrdæling, hinu nafn-
kunna opna hákarlaskipi. Jón var
mikill dugnaðarmaður og aflasæll,
bæði á þorsk- og hákarlaveiðum.
159. Seilarnál, merkt M. Þessa nál
eignaðist Magnús Guðmundsson for-
maður á Vesturhúsum um það bil, er
hann gerðist formaður á áttæringn-
um Ingólfi. (Sjá Blik 1969). Hann
gaf nálina Byggðarsafninu.
160. Seilarnál, merkt J. P., þ. e.
Jón Pétursson, hóndi, smiður og for-
maður í Þórlaugargerði. Jón Guð-
jónsson frá Oddstöðum, fósturson-
BLIK
197