Blik - 01.06.1972, Side 79
hann teldi sig hafa aðstöðu til að
koma opinberlega fram með hina
raunverulegu skoðun sína. Hann veit
það eins vel, og ef til vill betur en ég,
að Kommúnistaflokkurinn er eini
stj órnmálaflokkur þessa lands, sem
undanfarið hefur beinlínis skipulagt
sendingar nemenda á Kennaraskól-
ann í flokkslegu augnamiði. Enda er
svo komið, að þeir eru sjálfir farnir
að gorta af því, hvort sem það er rétt
eða ekki, að þeir séu þar ávallt mik-
ils ráðandi.
Mönnum þessum er svo ætlað það
hlutverk, að smita út frá sér í skól-
unum eftir því sem þeir frekast sjá
sér fært. Þannig að börnin verði, ef
þau eru á annað borð nokkuð veik
fyrir, nægilega þroskuð á þeirra vísu
til þess að verða starfandi kraftar í
Ungherjadeild flokksins, sem við hér
í Vestmannaeyjum höfum séð s. 1.
tvö ár ganga fylktu liði um götur
bæjarins við hátíðahöld kommúnista
1. maí.
Það sorglegasta í þessu er ef til
vill það, að ríkisstjórnin sjálf, eða
að minnsta kosti fyrrverandi kennslu-
málaráðherra (J.J.) virtist vera mjög
hjálpsamur kommúnistum beint og
óbeint með að ota fram mönnum
sínum í kennarastöðurnar jafnóðum
og þær losnuðu. P. B. mun vera það
kunnugt, eins og fleirum, að komið
hefur það fyrir, að þar sem skóla-
nefnd var búin að mæla eindregið
með vissum manni, greip ráðherrann
fram í og skipaði annan mann, sem
mun hafa verið nægilega vinstri sinn-
aður.1
Þannig er skoðanafrelsi kennar-
anna varið. Enda kemur það vel heim
við þá ráðstöfun, sem gerð var hér
síðastliðið vor, þegar formanni skóla-
nefndar var vikið frá að ástæðulausu,
en annar með réttari pólitískan lit að
dómi ráðherrans, var skipaður í hans
stað, beint fyrir það að sjálfstæðis-
menn yrðu hér í meiri hluta í skóla-
nefndinni.2
Þá heldur P. B. því fram, að ég
hafi verið að gera lítið úr því, að
leikvöll barnaskólans væri nokkuð á-
fátt. Þetta getur P. B. sannfært sjálf-
an sig um að er beinn útúrsnúningur,
ef hann vill láta svo lítið að skilja það
sem skrifað er eins og það kemur fyr-
ir. Það sem ég hef um þetta mál
sagt er það eitt, að vel megi vera að
úr ásigkomulagi leikvallarins þurfi að
bæta. Að benda mönnum á að skoða
1 Hér mun greinarhöfundur sveigja að
mér og mínu máli, er ég var skipaður skóla-
stjóri Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyj-
um gegn samþykki fjögurra skólanefndar-
manna, sem allir voru áhangendur valda-
klíku bæjarins. Þessum mönnum fannst
það réttlátast, að ég viki frá skóla, sem ég
hafði mótað og skapað á undanförnum
fjórum árum með látlausu erfiði og býsna
löngum vinnudegi án alls aukaendurgjalds.
Eg kem að þessu síðar, er ég birti sögu
framhaldsskólastarfsins í Vestmannaeyjum.
2 Eg átti einn sök á því, að þessi for-
maður skólanefndarinnar í Vestmannaeyj-
um var ekki endurskipaður. Eg færði svo
skýr og óyggjandi rök og sannanir fyrir
skaðsamlegu starfi hans í trúnaðarstarfinu
gegn Gagnfræðaskólanum, að fræðslumála-
stjóri sannfærðist og gat á það fallizt að
endurskipa hann ekki. Hann þjónaði valda-
klíkunni og óvinum skólastarfsins Gagn-
fræðaskólanum til skaðræðis. Þ. Þ. V.
BLIK
77