Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 52
í Skuld dvaldist Magnús síðan
meir en 40 ár og var þar eins og einn
af fjölskyldunni, nánast eins og eitt
af börnum hinna öldruSu hjóna.
Magnús Jakobsson réri á bát þeirra
hjóna um tvo áratugi, fyrst óbreytt-
ur háseti, þá vélstjóri og síðast for-
maSur fyrir bátnum.
Um 1950 liætti hann aS stunda sjó
og réSst aS smíSaiSn. ÁriS 1952
gerSist hann fastur starfsmaSur hjá
vélsmiSju Þorsteins Steinssonar viS
UrSaveg. Því starfi hélt hann viS
mikinn og góSan orSstír til hinztu
stundar. Magnús Þ. Jakobsson lézt af
slysförum 7. febrúar 1970.
Mér þykir hlýSa aS taka hér upp
kafla úr ræSu sóknarprestsins okkar
viS kistu Magnúsar Þ. Jakobssonar í
Landakirkju, er hann var jarSsettur
14. febrúar 1970. Séra Jóhann HlíSar
komst þannig aS orSi:
„ÞaS var ekki aSeins, aS Magnús
væri ósérhlífinn verkmaSur og hús-
bóndahollur, heldur fjölhæfur hag-
leiksmaSur. Ef vélstjóra vantaSi, þá
tók hann aS sér vélstj órastarfiS.
VantaSi formann, þá var Magnús
sjálfkjörinn í þaS vandasama ábyrS-
arstarf. Hann reyndist hvarvetna
traustur og heill, — reiSubúinn og
hjálpfús, hver sem til hans leitaSi og
hvenær sem vera vildi. Þannig var
þaS og meS sjómennsku hans, aS
síSustu árin, sem Stefán (Björnsson)
gerSi út, fól hann Magnúsi for-
mennsku, og fórst honum hún vel úr
hendi, var aflasæll og hafSi vinsemd
og virSingu allra þeirra, sem þekktu
hann.
Eins og siSur var þá, er menn réS-
ust til skips, höfSu þeir líka húsa-
skjól og kost hjá húsbændum sínum.
Þannig atvikaSist þaS, aS Magnús
kom í Skuld og naut vináttu og trún-
aSartrausts hjónanna Stefáns og hans
einstöku gæSakonu Margrétar Jóns-
dóttur. Og í heimili hennar hafSi
Magnús veriS full 40 ár, er hann var
kvaddur á braut 7 þ. m. (7. febrúar).
Magnús mat húsbændur sína aS
verSleikum, og virSing hans fyrir
Margréti og þakklæti hans til hennar
fyrir allt hennar viSmót og hlýhug
og umhyggju og vináttu, verSur ekki
meS orSum lýst. Hann hafSi orS á
því viS mig, aS hún hefSi alla tíS
veriS sér sem bezta móSir. Og þann-
ig reyndist hann henni öll árin sem
bezti sonur. Hann batzt vinar- og
bróSurböndum viS börn þeirra hjóna
og reyndist barnabörnum Margrétar
og Stefáns sem sannur föSur- eSa
móSurbróSir, hugulsamur, nærgæt-
inn, hjartahlýr og þolinmóSur og
ráShollur vinur ... Hann var sannur
barnavinur.“
ViS, sem þekktum Magnús Þ. Jak-
obsson vel og nutum vinarþels hans
og hins einstaka velvilja til daglegra
starfa okkar og athafna, vitum aS
presturinn okkar segir hér ekki of-
mikiS. Og þaS mun einstakt dæmi og
sérlegt, aS aSkomumaSur, sem leitar
sér hér atvinnu á vertíS, ílendist hér
um tugi ára og svo aS segja grær viS
sama heimiliS, verSur sem eitt af
börnum hjónanna, sem hann ræSst
til og starfar fyrir. Ég hygg, aS fátt
sanni betur ríkjandi mannkosti
50
BLIK