Blik - 01.06.1972, Síða 81
um í meiri hluta bæjarstjórnarinnar.
En gæta verður Páll Bjarnason þess,
að það eru takmörk fyrir því, hve
langt hann getur leyft sér að ganga.
Það er mjög vafasamt, að það sé til
bóta fyrir rekstur skólans, að sjálfur
skólastjórinn ræðst í það að níðast á
þeim áhöldum sem kennararnir eiga
að nota við starf sitt og þar með rýra
gildi og álit skólans í augum al-
mennings, til þess eins, að lítilsvirða
þá menn, sem með fjárreiður skól-
ans fara.
Um þá staðhæfing P. B. að honum
hafi verið meinað um rúm í Víði fyr-
ir grein sína, er það eitt að segja, að
hún er af sama toga spunnin og
margt annað, sem fram kemur í grein
hans. Honum var boðið allt það rúm
sem laust var í blaðinu, þegar grein-
in kom, og sem hefði verið allt að
því nægileg fyrir hana, auk þess sem
honum var boðið að taka hana til
birtingar í næsta hlaði, sem út kæmi.
Guðl. Gíslason.
Eg þekkti vel alla kennara harna-
skólans hér á þessum árum. Með sum-
um hafði ég starfað um árabil. Sum-
ir þeirra voru kennarar hjá mér við
Unglingaskóla Vestmannaeyja og svo
Gagnfræðaskólann. Allir voru þeir
að mínum dómi hinir mætustu menn
í daglegu lífi sínu og starfi, reglu-
samir, samvizkusamir og vel að sér
í sérgrein sinni.
Jafnframt vissi ég það, að ýmsir
þeirra höfðu ríka samúð með hin-
uð undirokuðu í bæjarfélaginu og
þeim, sem beittir voru misrétti í dag-
legu atvinnulífi. Margir kennararnir
ólu með sér andúð á öllu misrétti og
undirokun. Líklega hafa sumir þeirra
talið þá menn og þær konur, sem
veittu taumlausum eiginhagsmuna-
öflum í bæjarfélaginu og þjóðfélag-
inu í heild, — t. d. við hverjar þing-
og bæjarstjórnarkosningar, — efla
fremur djöfuldóm en kristindóm í
umhverfi sínu. Þess vegna ólgaði
heiftin og hamstola æði, — líka
gagnvart skólunum.
Kennarastéttin í Vestmannaeyjum
fékk vissulega að kenna á hörmung-
um kreppuáranna, ekki aðeins per-
sónulega, heldur einnig og ekki síður
í samskiptum sínum við börnin og
skólastarfið í heild. Þeir fundu til
með börnunum, sem naumast gátu
hulið nekt sína sökum klæðleysis
vegna fátæktar foreldranna. Og
bókalaus voru þau oft og tíðum af
sömu ástæðum.
Páli skólastjóra entist ekki aldur
til að svara greinarhöfundi aftur.
Hann lézt 5. desember 1938.
Hver er sjálfum sér næstur. Eitt
var mér þá ljóst og stóð mér ríkast í
huga, er Páll Bjarnason var fallinn
frá: Ég hafði misst skeleggasta mál-
svarann minn í skólastarfi mínu.
Hvað beið mín nú persónulega og
skólastarfs míns í hinu eitraða um-
hverfi?
Séra Jes A. Gíslason skrifaði minn-
ingargrein um Pál skólastjóra og
birti hana í Víði. Þar segir hann með-
al annars:
„ . .. Um hann mun óhætt að full-
BLIK
79