Blik - 01.06.1972, Síða 54
Sumarkoma
Baðar Eyjar ljósið ljúfa,
ljómandi er risinn dagur.
Um loftið þýtur draumadúfa
drifin gulli, — batnar hagur.
Að sunnan komnir sumarboðar
syngjandi á vængjum þöndum,
fyrir sumri senn nú roðar,
sviptist jörðin klakaböndum.
Allt úr dróma leysist lífið,
léttir yfir hugum manna,
fuglar kliða, vermist vífið,
voldug ástin flest mun spanna.
Rós út springur, grænkar grundin,
grænum skrúða landið klæðist,
lifnar allt, — já, stór er stundin,
— stór, þá líf að nýju fæðist.
Vestmannaeyjum 1968.
Spörvinn
0, litli, ljúfi vinur,
svo léttur, fagur, hreinn,
situr þú og syngur Ijóð,
þótt sætið þitt sé steinn.
Og Ijóðið þitt hið ljúfa
það líður eins og hlær
út yfir mjúkan móinn
og margra eyrum nær.
Friðrik Jóh. GuSmundsson
frá Batavíu.
Ég hlusta á þig hrifinn
og hugsa um það nú,
hvað lofgjörð þín til lífsins
er ljós og full af trú.
Ég hlusta á þig hrifinn
og hugsa um það nú,
landið missti ærinn auð,
ef aldrei sæist þú.
Vetrarkvöld
0, blessað kvöld, ég birtu gleðst af þinni,
er heinir augum ofar jörðu mínum.
Þú vekur frið og fögnuð innst mér inni
með undrafögrum himinljósum þínum.
Og kyrrð þín djúp fer um mig ástareldi,
þú ert mér skin frá alvalds dýrðarveldi.
52
BLIK