Blik - 01.06.1972, Síða 181
maður og formaður Ingimundarson í
Skjaldbreið við Urðaveg. Hann nót-
aði áttavitann á v/b Gnoð, VE 143,
sem hann hóf hér útgerð á árið 1910.
Þetta er fyrsti áttaviti hér, sem hafð-
ur var í stýrishúsi, því að Sigurður
formaður setti hér fyrstur manna
stýrishús á vélbát sinn, vélbátinn
Gnoð, árið 1914.
12. Attaviti í hulstri, vökvaátta-
viti. A hulstrinu eru hliðarop. Þar
logaði ljós í hliðarhulstri og lýsti það
inn á áttavitann.
13. Baujuljósker (baujulugt),
ensk gerð. Ljósker þetta notaði á
sínum tíma Vestmannaeyja-Þór, þeg-
ar hann vaktaði netjasvæði Vest-
mannaeyjabáta á árunum 1920—
1929.
14. Baujuljósker (baujulugt) af
útlendri gerð. Henni var uppruna-
lega stolið af hauju útlends togara,
sem veiddi í landhelgi inni á Á1 á
árunum 1906—1909.
15. Bátavinda (spil), sem hændur
og húaliðar fyrir ofan Hraun notuðu
um eitt skeið suður í Klauf til þess að
létta sér setningu báta sinna, þegar
þeir stunduðu sjó úr Klaufarvör suð-
ur í Vík.
16. Bátlíkan af áttæringnum ísak,
sem smíðaður var á Ljótarstöðum í
Landeyjum árið 1836. Síðast var
hann gerður hér út á vertíð 1907.
Þorkell skipasmiður og bóndi ;á
Ljótarstöðum smíðaði skipið. Það
var með svokölluðu Landeyingalagi
og sést það vel á líkaninu. Isak þótti
með afbrigðum gott sjóskip. Þor-
steinn Jónsson, útgerðarmaður og
skipstjóri í Laufási, hóf hinn langa
formennskuferirsinn á opna skipinu
ísaki (að frátöldu julinu Sjömpu).
Þ. J. var formaður á ísak fimm ver-
tíðir (1901—1905). Þá keypti hann
og félagar hans fyrsta vélbátinn, sem
nothæfur reyndist hér til fiskveiða,
y/b Unni VE 80.
Ágúst Árnason, barnakennari hér,
smíðaði líkanið. Hann var háseti á
Isak hjá Þ, J. Líkanið er gjöf frá
þeim hjónum Á. Á. og konu hans
frý Ólöfu Qlafsdóttur. Vertíðina 1906
var formaður á Isak Magnús Þórðar-
son .í Dal, en síðustu vertíð skipsins
(1907.) Guðmundur Magnússon á
Löndurn. .....
17. BfltUkan. Lagið á hátlíkani
þessu er sem næst hinu venjulega lagi
á . Yestmannaeyj askipum þeim, sem
hér vo.ru byggð. Ólafur Ástgeirsson
fr.á: Litlabæ smíðaði líkanið fyrir
Lifrarsamlag Vestmannaeyja, sem gaf
Byggðarsafninu það.
18. Bátlíkan með færeysku lagi.
— áttæringur. Færeysku áraskipin
ruddu sér til rúms í Eyjum á árunum
1901—r!906. Yfirburðir þeirra fram
yfir íslenzku skipin opnu þóttu mikl-
ir, svo að þau um síðir hurfu fljótt í
skuggann, yoru lögð niður. Báta-
smíðameistarinn Hans Biskupstöð
kenndi Vestmannaeyingum að smíða
sex- og áttæringa með færeysku lagi
á árunum 1901—1903, eða þáaðþeir
y.oru fluttir inn frá Færeyjum.
Bátlíkan þetta smíðaði Ólafur Ást-
geirsson fyrir Lifrarsamlag Vest-
mannaeyja, sem gaf Byggðarsafninu
gripinn.,
BLIK
179