Blik - 01.06.1972, Page 193
100. Ill, lítill, fundinn í gamalli
kró, sem rifin var fyrir fáum árum.
Gefandi: Hávarður Sigurðsson, verk-
stjóri, Boðaslóð 2.
101. íll, norskur að uppruna.
Hann fylgdi v/b Þorgeiri goða VE
264 (áður bét hann Laxfoss). Bátur
þessi var stníðaður í Noregi árið
1916;Og keyptur þaðan. íllinn er gjöf
til Byggðarsafnsins frá Jóni Einars-
syni í Berjanesi við Faxastíg (nr.
20).
102. Ishögg. Þetta íshögg var not-
að hér á árunum 1902—1908, þegar
Isfélag Vestmannaeyja rak íshús sitt
eða frystihús og lét brjóta ís af Vilpu
og Daltjörninni og flytja í ísgeymslu
sína við Landagötu.
103. Járnrakkar tveir frá loggortu-
seglaúthúnaði stórskipanna í Vest-
mannaeyjum. Annar rakkinn er sagð-
ur vera af áttæringnumGideon.Rakk-
ar þessir eru járnhringir, sem „hlupu“
upp og niður .siglutréð, þegar segl
voru þanin éða felld. Við þá var segl-
ráin fest með króki að neðan og ein-
.skorin blökk var fest við rakkann að
ofari og í henni lék tógið, þegar seglið
var dregið upp eða það var fellt.
104. Jómfrúr tvær úr tré. Þær eru
sagðar leifar frá þilskipaútgerð Vest-
mannaeyinga frá s. 1. öld. Þær fund-
ust hér í gömlu íbúðarhúsi ónefndu
og.yoru geymdar þar sem einskonar
ættargripir. ,
1Q5. Jómfrú úr eirblöndu.
106. „Kabyssa“, lítill ofn úr lúkar
á einum fyrsta vélbátnum hér, sem
slíkt upphitunartæki var sett í. Oft
yar settur prímuslampi inn í ofna
þessa, þegar hita þurfti kaffi í skyndi.
107. Kálfsbelgur — línuból. Mikil
líkindi eru til þess, að kálfsbelgir hafi
verið íslenzk línuból frá upphafi línu-
aldar þeirrar, sem talin er hefjast
seint á 15. öld (sumir nefna ártalið
1482). Belgurinn var fleginn af ný-
bornum kálfi sem mest heill og ó-
skorinn. Síðan var belgurinn verkað-
uf og látinn liggja í blásteinsvatni.
Settur var síðan spons í hvern skækil
og tréklossi í strjúpann. Á honum
var gat fyrir bólfærið. Á einum
sponsinum var gat og hafður trétappi
í. Þar var belgurinn blásinn upp.
Væri um milliból að ræða, var ból-
færið jafnan undið upp á' belginn.
Um leið og línustjórinn sökk til botns,
vatt hann færið af belgnum. Kálfs-
belgir voru einnig notaðir við lag-
vaði. (Sjá lagvað). Þennan línubelg
bjó Austfirðingurinn Stefán Jónssoil
að Sléttabóli hér við Skólaveg (nr.
31), en hann er aldraður sjómaður
af suðurfjörðum Austurlands, og m.
a. hákarlaveiðimaður gamall og
reyndur.
108. Keðjulilekkir, - botnfestar-
hlekkir, gildir og þungir. Þeir eru úr
einni af festum þeim eða keðjum,
sem lágu á sínum tíma eftir Vest-
mannaeyjahöfn frá austri til vesturs.
Öllum vélbátaflota Eyjamanna var
raðað á þær botnfestar um áratuga-
skeið eða þar til bátakvíarnar urðu
til í Eyjum. (Sjá mynd af Höfninni,
sem tekin er árið 1938, og svo aðra
tekna 1958 til samanburðar). Hlekkir
þessir sanna okkur gildleika og styrk
botnfestanna.
BLIK
191