Blik - 01.06.1972, Side 122
Lúðrasveit Vestmannaeyja árið 1948 (vorið). Standandi jrá vinstri: Gísli Brynjóljsson,
Hafsteinn Agústsson, Svanur Kristjánsson, Hreggviður Jónsson, Karl Guðjónsson, Jóhann
Gíslason, Erling Agústsson, Alfons Björgvinsson. Sitjandi frá vinstri: Sigurður Markússon
úr Reykjavík, Guðlaugur Kristófersson, Erlendur H. Eyjólfsson, Oddgeir Krístjánsson,
Guðjón Kristófersson, Baldur Krístinsson og Oskar Þór Sigurðsson.
Síðast en ekki sízt óska ég að nefna
hljómleika lúðrasveitarinnar, hina al-
mennu, í Landakirkju, þar sem hún
hefur leikið sálmalög til óblandinnar
ánægju og sálubótar bæði trúuðu og
minna trúuðu safnaðarfólki.
Þannig hefur starf hennar verið í
þágu almennings í sveitarfélaginu s.l.
þrjá áratugina, og þó í mismunandi
ríkum mæli eftir aðstöðu og ástæð-
um, og farið vaxandi fremur en hitt.
Árið 1954 mun það hafa verið, að
Lúðrasveit Vestmannaeyja tók upp
þann hátt að kjósa sér „styrktarfé-
laga“. Ekki veit ég annað sannara, en
að þessir hinir kjörnu, sem nú
skipta hundruðum í bæjarfélaginu,
hafi gert skyldu sína og greitt styrkt-
argjaldið árlega, refja- og eftirsjónar-
laust, til þessa gagnmerka tónlistar-
og menningarstarfs í kaupstaðnum.
Til þess að sanna þessum bæjarbúum
þakklæti sitt fyrir þennan ómetan-
lega fjárhagslega stuðning, hefur
lúðrasveitin árlega efnt til hljóm-
leika fyrir styrktarfélaga sína. Þann-
ig hefur starfið lifað og dafnað ár
frá ári við gagnkvæman skilning og
gagnkvæma þjónustu milli almenn-
ings í bænum og lúðrasveitarinnar.
Þetta á svo að vera og getur ekki á-
nægjulegra verið. Gagnkvæmt traust,
gagnkvæmur skilningur.
Nú er það vitað mál, að allt of oft
120
BLIK