Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 191
gekk til hákarlaveiða. Það var 14.
apríl 1893.
84. Hákarlaskutull, erlend smíði.
Skutullinn fannst í jörðu austur á
Kirkjubæjum fyrir mörgum árum.
Gefandi: Sigurbergur Jónsson bónda
Valtýssonar.
85. Hákarlaönglar (hákarlasókn-
ir), íslenzkt smíSi. Haraldur SigurSs-
son, sem bjó hér í húsinu Sandi viS
Strandveg, gaf ByggSarsafninu sókn-
irnar. Líklega smíSaSar af GuS-
mundi Ogmundssyni í Borg.
86. Hámeraröngull meS taumi.
Öngulinn gaf Jón Stefánsson í Man-
dal Byggðarsafninu. Er öngull þessi
sagður vera frá útgerS Jngimundar
hreppstjóra og formanns á Gjábakka,
afa Jóns Stefánssonar, en hreppstjór-
inn var um árabil meS opna skipiS
„Björgu yngri“.
87. Herpinótarlíkan (snurpunótar-
líkan). Þessi gerð og þetta snið þeirra
var ríkjandi, þegar síldarskipin
höfðu til nota tvo herpinótarbáta.
Líkanið gjörði Finnbogi Ólafsson,
netjagerSarmeistari frá Kirkjuhóli
(nr. 4 við Bessastíg) og er það sveins-
stykkið hans í greininni.
88. Hnísuskutull með tógenda.
Skutulinn smíðaði GuSmundur Og-
mundsson í Borg (í StakkagerSis-
túni). Skutullinn er gjöf frá sonar-
sonum Guðmundar, sonum Astgeirs
GuSmundssonar í Litlabæ (nr. 35
við Strandveg, nú Miðstræti 16.
89. Hnísuskutull, líklega íslenzkur.
90. Hnísuskutull, útlendur aS gerð
og sniði. Einnig notaður til að skutla
seli. Stefán Gíslason í Ási notaði
skutul þennan við hnísu- og selveiðar
hér við Eyjar á yngri árum sínum.
Gísli kaupmaður Stefánsson í Hlíðar-
húsi, keypti hann eitt sinn erlendis,
er hann var í vörukaupum.
91. Hraðamœlir af v/b Emmu VE
219. HraSamælar (logg) voru notað-
ir á „skútuöldinni“ og síðar á vélbát-
unum, hinum stærri a. m. k. Gefandi:
Eiríkur Ásbjörnsson.
92. Hraðamælir af v/b ísleifi VE
63, sem Ársæll Sveinsson átti. Synir
hans gáfu Byggðarsafninu hraðamæl-
inn.
93. Hvalbeinshlunnur merktur S.
Hlunn þennan átti Stefán Gíslason frá
Hlíðarhúsi og notaði hann við jul
sitt eða skektu, þegar hann bjó suð-
ur í norðanverðum Stórhöfða og réri
þar úr Víkinn til fiskjar.
94. Hvalbeinshlunnur, merktur G.
H. Gefandi: Njáll vélsmiður Ander-
sen.
95. Hvalbeinshlunnur, merktur K.
E. Þessi hlunnur er frá Mýrdælings-
útgerðinni, sem Jón fngimundarson
í Mandal annaðist. Var hann for-
maður á áttæringnum Mýrdæling
eftir aS Þorsteinn Jónsson formaður
og alþingismaður Eyjanna, féll frá
árið 1886. Þá segir sagan, að einhver
hásetinn á Mýrdæling hafi merkt
hlunnann Kristínu Einarsdóttur í
Nýjabæ, ekkju Þorsteins Jónssonar,
bónda hennar, formanns og alþingis-
manns. Jón Stefánsson í Mandal,
dóttursonur Jóns Ingimundarsonar,
gaf Byggðarsafninu hlunnann.
96. Hvalskutull, útlend smíði.
Þennan skutul keypti hingað á sín-
BLIK
189