Blik - 01.06.1972, Side 11
„Fundurinn telur ritsímasamning
stjórnarinnar við norræna ritsímafé-
lagið ekki samkvæman fjárlögunum
og skorar á Alþingi að samþykkja
ekki nein þau fjárframlög í því máli,
er ofvaxin séu kröftum þjóðarinnar.“
Tillagan var samþykkt með 24
samhljóða atkvæðum.
Þingmálafundur á Stórólfshvoli í
Rangárvallasýslu 19. júní 1905. Rit-
símamálið:
„Um leið og fundurinn lætur í
ljós, að samningur sá, sem ráðherr-
ann hefur undirritað um hraðskeyta-
sambönd með hinu stóra norræna
fréttaþráðafélagi, verði að álítast al-
veg óhæfur og andstæður hagsmun-
um Islands, bæði fjárhagslega og í
bága við sjálfstjórnarfrelsi landsins,
vill fundurinn skora fastlega á þing-
menn kjördæmisins og þingið í heild
sinni að hafna umsvifalaust aðgerð-
um landsstjórnarinnar í þessu efni,
þegar af þeirri ástæðu einni, að þær
aðgerðir eru ósameinanlegar við
frelsi löggjafarvaldsins gagnvart um-
boðsvaldinu.
Einnig vill fundurinn eindregið
skora á þingið, sérstaklega fyrir sakir
þess, sem fram er komið í þessu eina
málefni, að varðveita þingræðið og
frelsi sitt á komandi tímum með því
að heimta, að hinn núverandi ráð-
herra víki úr völdum.“
Tillaga þessi var samþykkt með 26
atkvæðum.
Þingmálafundur á Hofsósi 5. júní.
„Fundurinn lýsir megnri óánægju
yfir samningi þeim, sem ráðherra
hefur gert um ritsíma til landsins.
Sérstaklega þykir fundinum stjórnin
hafa farið út fyrir lagaheimild með
ráðstöfunum þeim, sem hún hefur
gert til símalagningar yfir land.“
Samþykkt með 14 gegn 5 atkvæð-
um.
Þingmálafundur í Vestmannaeyj-
um 25. júní 1905. Ritsímamálið:
„Fundurinn telur hraðskeytasam-
band við önnur lönd æskilegt, en vill
eigi sæta þar neinum afarkostum, og
hyggur, að ritsímasamningurinn frá
í haust sé ofvaxinn fjárhag landsins,
hafi eigi heimild í gildandi fjárlög-
um og sé því hættulegur fjárforræði
voru og þingræði, og skorar fastlega
á þingið að samþykkja ekkert í því
máli, sem sé efnahag þjóðarinnar um
megn. Jafnframt skorar fundurinn á
þingið að sæta þeim kjörum í hrað-
skeytamálinu, sem bezt eru fyrir
landið og mótmælir fjárframlögum
til hraðskeytasambands áður en þing-
ið hefur bundið enda á málið frá
þjóðarinnar hlið.“
Samþykkt í einu hljóði.
Fleiri tugum fundarsamþykkta í
þessum dúr víðsvegar úr hinum
dreifðu byggðum landsins svo að
segja rigndi yfir ráðandi menn þjóð-
arinnar. Alls hef ég lesið yfir 50
slíkar samþykktir.
Ekki voru samþykktir þessar allar
á einn veg.
Þingmálafundur á Eskifirði 5. júní
1905. Ritsímamálið:
„Fundurinn lýsir í einu hljóðl
ánægju sinni yfir framkvæmdum ráð-
herra Íslands í ritsímamálinu.“
BUK
9