Blik - 01.06.1972, Qupperneq 12
Þingmálafundur aS Hrafnagili í
Eyjafirði 12. júní 1905:
„Fundurinn lýsir yfir því, að hann
eftir atvikum ber fullt traust til ráð-
herra íslands fyrir samninga hans í
ritsímamálinu fyrir íslands hönd, og
telur þá vera fullkomlega eftir ósk-
um þings og þjóðar.“
Tillaga þessi var samþykkt með 58
atkv. gegn 11.
Jafnframt þessum fundahöldum
um land allt, þar sem samningunum
um símalagninguna var mótmælt
kröftuglega, hófust víða almennar
undirskriftir til þess að fylgja vel
fram fundarsamþykktum.
Undirskriftaskj ölin gengu milli
manna. Þar var beitt hinum fjar-
stæðukenndasta áróðri til ófræging-
ar og hnekkis ráðherranum.
í handriti að grein, er séra Jes A.
Gíslason skrifaði eitt sinn um síma-
málið, skrifar hann á þessa leið og
segir frá viðburði, sem átti sér stað
í sókn hans í Mýrdalsþingum, er
hann var þar prestur:
„Ég var nýfluttur austur í Skafta-
fellssýslu (séra Jes varð prestur í
Mýrdalsþingum 2. maí 1904), er mál
þetta (símamálið) var í fæðingunni.
Þar kom ég á bæ nokkurn og ræddi
um hríð við húshóndann.
í lok samtalsins spurði hann mig,
hvort ég hefði ekki séð skjalið, sem
verið væri nú að skrifa undir. Hann
lýsti að nokkru innihaldi þess, og
þóttist ég skilja, hvað hér væri um
að vera. Ég spurði hann, hvað mað-
urinn héti, sem stæði fyrir þessu, sem
fyllti hann og ýmsa aðra þessari
skelfingu. Hann kvaðst ekki muna
það. Nafnið væri óvanalegt; en þetta
er landráðamaður, sagði hann með
áherzlu (þ. e. Hannes Hafstein). —
Lauk svo samtali okkar.
Tæp vika leið. Þá var ég staddur á
kirkjustað skömmu fyrir messu. Ég
sá þá, að maðurnokkurþar í sveitinni
rétti skjal að bónda nokkrum mér vel
kunnugum og hað hann að skrifa
undir. Bóndinn las skjalið, snýr sér
síðan að mér og spyr, hvort ég álíti
það rétt að skrifa undir skjal þetta.
Um leið rétti hann mér skjalið. —
Þetta var þá skjalið um landráða-
manninn! — Þegar ég hafði lokið
lestri þess, fékk ég bóndanum það
með þeim ummælum, að ég vonaðist
til, að hann gerði sig ekki að því
fífli að skrifa undir það.
Hann hætti við að skrifa undir, og
enginn af þeim, sem þar voru inni,
léðu nafn sitt undir skjal þetta. —
Svo fór um sjóferð þá. Ég átti þó
eftir að kynnast þessu margumrædda
skjali. Það leit svo út sem það fylgdi
mér eins og skugginn.
Nokkrum dögum síðar kemur
maður heim til mín og afhendir mér
stórt bréf. Ég spurði hann, hvaðan
bréf þetta væri, og tilgreindi hann
nafn sendanda. Þarna var þá enn
komið undirskriftarskjalið, en engin
lína fylgdi með.
Af því að ég þekkti mann þann,
sem sendi mér skjalið, og af því að
ég þóttist vita, að hann hefði verið
beðinn að safna undirskriftum, þá
vildi ég þó að hann sæi þess merki,
að bréfið hefði komið í mínar hend-
10
BLIK