Blik - 01.06.1972, Page 12

Blik - 01.06.1972, Page 12
Þingmálafundur aS Hrafnagili í Eyjafirði 12. júní 1905: „Fundurinn lýsir yfir því, að hann eftir atvikum ber fullt traust til ráð- herra íslands fyrir samninga hans í ritsímamálinu fyrir íslands hönd, og telur þá vera fullkomlega eftir ósk- um þings og þjóðar.“ Tillaga þessi var samþykkt með 58 atkv. gegn 11. Jafnframt þessum fundahöldum um land allt, þar sem samningunum um símalagninguna var mótmælt kröftuglega, hófust víða almennar undirskriftir til þess að fylgja vel fram fundarsamþykktum. Undirskriftaskj ölin gengu milli manna. Þar var beitt hinum fjar- stæðukenndasta áróðri til ófræging- ar og hnekkis ráðherranum. í handriti að grein, er séra Jes A. Gíslason skrifaði eitt sinn um síma- málið, skrifar hann á þessa leið og segir frá viðburði, sem átti sér stað í sókn hans í Mýrdalsþingum, er hann var þar prestur: „Ég var nýfluttur austur í Skafta- fellssýslu (séra Jes varð prestur í Mýrdalsþingum 2. maí 1904), er mál þetta (símamálið) var í fæðingunni. Þar kom ég á bæ nokkurn og ræddi um hríð við húshóndann. í lok samtalsins spurði hann mig, hvort ég hefði ekki séð skjalið, sem verið væri nú að skrifa undir. Hann lýsti að nokkru innihaldi þess, og þóttist ég skilja, hvað hér væri um að vera. Ég spurði hann, hvað mað- urinn héti, sem stæði fyrir þessu, sem fyllti hann og ýmsa aðra þessari skelfingu. Hann kvaðst ekki muna það. Nafnið væri óvanalegt; en þetta er landráðamaður, sagði hann með áherzlu (þ. e. Hannes Hafstein). — Lauk svo samtali okkar. Tæp vika leið. Þá var ég staddur á kirkjustað skömmu fyrir messu. Ég sá þá, að maðurnokkurþar í sveitinni rétti skjal að bónda nokkrum mér vel kunnugum og hað hann að skrifa undir. Bóndinn las skjalið, snýr sér síðan að mér og spyr, hvort ég álíti það rétt að skrifa undir skjal þetta. Um leið rétti hann mér skjalið. — Þetta var þá skjalið um landráða- manninn! — Þegar ég hafði lokið lestri þess, fékk ég bóndanum það með þeim ummælum, að ég vonaðist til, að hann gerði sig ekki að því fífli að skrifa undir það. Hann hætti við að skrifa undir, og enginn af þeim, sem þar voru inni, léðu nafn sitt undir skjal þetta. — Svo fór um sjóferð þá. Ég átti þó eftir að kynnast þessu margumrædda skjali. Það leit svo út sem það fylgdi mér eins og skugginn. Nokkrum dögum síðar kemur maður heim til mín og afhendir mér stórt bréf. Ég spurði hann, hvaðan bréf þetta væri, og tilgreindi hann nafn sendanda. Þarna var þá enn komið undirskriftarskjalið, en engin lína fylgdi með. Af því að ég þekkti mann þann, sem sendi mér skjalið, og af því að ég þóttist vita, að hann hefði verið beðinn að safna undirskriftum, þá vildi ég þó að hann sæi þess merki, að bréfið hefði komið í mínar hend- 10 BLIK
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.