Blik - 01.06.1972, Síða 161
á leið. Hún fæddi 31. ágúst um surri-
arið meybarn, sem hlaut nafn Guð-
ríðar ömmu sinnar í Dalseli. Guð-
ríður Þórðardóttir varð síðan hin
mesta myndarstúlka, ellistoð móður
sinnar og kunn piparmey í Fagradal
í Vestmannaeyjum.
Haft var það á orði í Vestur-Eyja-
fj allahreppi, eftir brúðkaup þeirra
Þórðar Jónssonar og Guðrúnar
Magnúsdóttur, að hann hefði gefið
henni 40 ríkisdali eða 20 spesíur í
morgungjöf, eins og hún var kölluð,
eins konar laun hins nýgifta til konu
sinnar að morgni brúðkaupsnætur-
innar. Það þótti þá býsna mikið fé
hjá hinu sárfátæka fólki yfirleitt í
hreppunum undir Eyjafjöllum.
Þórður Jónsson var flestum ungum
mönnum efnaðri í Vestur-Eyjafjalla-
hreppi. Hann hafði róið með færið
sitt vertíð eftir vertíð á Landeyja-
skipi, sem lá við í Vestmannaeyjum,
og aflað jafnan vel, enda gætinn og
hygginn um meðferð fjármuna sinna.
Árið 1874, 20. september, fæddi
Guðrún, hin unga húsfreyja og eig-
inkona á Syðri-Rotum, annað barn
þeirra hjóna. Það var tæpum þrettán
mánuðum eftir fyrstu barneignina.
Þetta var sveinbarn og hlaut nafn
móðurföður síns, Magnúsar heitins
Þóroddssonar bónda í Dalseli. Magn-
ús Þórðarson varð nafnkunnur þjóð-
félagsþegn í Vestmannaeyjum, gift-
ist þar ekkju, skildi við hana og fór
til Ameríku. Þar lézt hann.
Fyrstu fjögur búskaparárin bjuggu
ungu hjónin á Syðri-Rotum í sambýli
við gömlu hjónin, tengdaforeldra
BLIK
ungu húsfreyjunnar. Litía ánægju
hafði hún af því sambýli. Ekki held-
ur áttu þau þarna neina framtíð,
ungu hjónin, því að þessi kotjörð
„bar ekki tvo“, og sízt þar sem
Markarfljót braut meira og minna
land af jörðinni ár frá ári.
Þegar svo hin aldraða ekkja í
Hamragörðum þarna undir Selja-
landsmúlanum, Katrín Einarsdóttir,
féll frá, líklega árið 1876, afréðu
ungu hjónin á Syðri-Rotum að leita
eftir ábúð á þeirri jörð, þó að rýr
væri.
Vorið eftir eða 1877 fluttust þau
að Hamragörðum. Um svipað leyti
fæddist þeim hjónum þriðja barnið.
Það var sveinbarn og var skírt Is-
leifur, sem var nafn ísleifs Gissurar-
sonar bændahöfðingja á Seljalandi,
en hann var afabróðir Guðrúnar ljós-
móður og húsfreyju í Hamragörðum.
Það vekur eftirtekt, að Guðrún
Magnúsdóttir fær að ráða nöfnunum
á öllum börnum þeirra hjóna, og
velur þau úr ætt sinni, nöfn foreldra
og frænda. Satt að segja bendir
ýmislegt fleira til þess, að aldrei hafi
verið verulega ástúðlegt samband á
milli Guðrúnar Magnúsdóttur og
tengdaforeldra hennar, svo að hún
hefur ef til vill ekki haft sérlega
löngun til að ala börn til að viðhalda
nöfnum þeirra eða ættfólks. —- Skap-
lyndi ungu húsfreyjunnar og eigin-
konunnar var óbifanlegt, þegar svo
bar undir.
Fleira kom þó til um nafnaval
Guðrúnar húsfreyju á börn sín.
Einskonar átrúnaður lifði hjá ætt-
159