Blik - 01.06.1972, Síða 169
fæddi kona þessi barn og lét héraðs-
læknirinn Guðrúnu Magnúsdóttur
annast ljósmóðurstörfin. Henni fórst
það vel úr hendi, svo að hún ávann
sér brátt orð og traust í starfinu.
Hinn virti valdamaður í kauptúninu,
Þorsteinn héraðslæknir, sýndi henni
þegar mikið traust. A eftir kom al-
menningur, svo að starf hennar í ljós-
móðurstöðunni fór vaxanai ár frá
ári.
Þegar Guðrún settist hér að og
hóf ljósmóðurstörfin, var í ýmsu til-
liti annar háttur ríkjandi um reifa-
eða kornabörnin en undir Eyjafjöll-
um. Hér þekktist naumast sá siður,
að ljósmóðirin tæki nýfæddu börnin
heim með sér, þegar hún hvarf frá
sængurkonunni, eftir að hafa annast
hana fyrstu 5—6 dagana eftir fæð-
ingu. Undir Eyjafjöllum var þessi
siður ekki óalgengur, svo að ekki sé
ofmikið fullyrt. Þessi börn voru þar
kölluð „ljósubörn“. Enn búa hér á
meðal okkar nokkur „ljósubörn“
Guðrúnar Magnúsdóttur ljósmóður í
Hamragörðum. Ljósubörnin dvöld-
ust heima hjá ljósu sinni jafnvel 2—
3 fyrstu vikur ævinnar.
Þegar Guðrún Magnúsdóttir hafði
selt bústofn sinn í Landeyjum og
aðrar eignir, gat hún talizt sæmilega
efnum búin á þá tíðar mælikvarða.
Hún hafði ávallt í búskapnum verið
hinn mesti búforkur, afkastamikil og
hyggin búkona.
Arið 1905 var hafin bygging í-
búðarhúss í austurjaðri Þykkvabæj-
arins svo kallaða í Vestmannaeyjum.
Það er húseignin nr. 16 A við Báru-
stíg. Fagridalur hét húsið og heitir
enn. Byggjendurnir voru fleiri en
einn og fleiri en tveir. T. d. áttu hjón-
in Magnús Eyjólfsson og Þorbjörg
Jónsdóttir, síðar hjón á Grundar-
brekku við Skólaveg (nr. 11) nokk-
urn hluta húseignarinnar. Guðrún
Magnúsdóttir ljósmóðir keypti hlut í
þessu húsi.
Þetta fólk flutti í Fagradal árið
1905. Þar bjó Guðrún Ijósmóðir síð-
an með Guðríði dóttur sinni, meðan
þær lifðu báðar. (Guðríður Þórðar-
dóttir andaðist 8. september 1921)
og Guðrún sjálf í tæp 30 ár. — Þó
er rétt að geta þess hér, að nokkra
vetur dvaldist Guðríður utan Eyj-
anna. Þá bjó Guðrún ljósmóðir ein
í íbúð sinni í Fagradal. Guðríður
dóttir hennar var t. d. við nám tvo
vetur á Hvítárbakkaskóla í Borgar-
firði, veturna 1909—1911. Veturinn
1912 var hún heimiliskennari í Ey-
vindarholti undir Eyjafjöllum og
kenndi þar m. a. tungumál og fata-
saum, en hún var bráðmyndarleg í
öllu handverki, sem hún hafði lært
eða iðkað. Fatasaum lærði hún í
Reykj avík.
Dvöl Guðríðar Þórðardóttur í
Hvítárbakkaskóla smitaði út frá sér.
Þórunn systir hennar Markúsdóttir í
Hlíðarendakoti í Fljótshlíð gekk t.
d. í Hvítárbakkaskólann veturna
1910—1912 fyrir Jhvatningarorð
Guðríðar systur sinnar. Fleiri ung-
menni undir Eyjafjöllum sóttu þenn-
an skóla að frumkvæði Guðríðar
Þórðardóttur.
Eftir að Guðrún ljósmóðir fluttist
167
BLIK