Blik - 01.06.1972, Qupperneq 77
hver nafnlaus níðhöggur megi kom-
ast áfram með hvað sem vera skal.
Kennarar eiga rétt á aðhafa stjórn-
málaskoðanir og verja mannorð sitt
sem aðrir menn. í greininni segir, að
kennararnir hérna, „langsamlega
meiri hlutinn“ —1 en svo er enginn
undanskilinn, — séu sýktir andlegri
pest, fylgi stefnu, sem afneitar með
öllu guðstrú og hefur stofnað félag
og sambönd til útrýmingar kristin-
dómnum, samhliða því sem eignar-
rétturinn sé að engu hafður og sið-
gæðið ekki á hærra stigi en svo, að
„hjónavígslur“ eru þar taldar hé-
gómi.
Það er ekki kristilegt siðgæði að
skrifa svona móti betri vitund.
Að ákærum loknum er bending til
foreldra, „sem börn eiga í slíkum
skóla“, að nokkur hætta sé á ferðum.
Hann telur minni hættu, þó að eitt-
hvað takist smáslysalega til með fæt-
ur barnanna á vondum leikvelli. Það
afsakar greinarhöf. ekki, þó að hann
sé að breiða rauða dulu kommúnism-
ans yfir ákærurnar, samhengið er svo
ljóst, að ekki verður villzt um til-
ganginn.
Það væri fróðlegt að athuga, hverj -
ir fá þessar sneiðar, en þess þarf
ekki með, því að bæjarbúar vita allir,
hvað satt er í þessu og hafa það að
engu. Þó mætti minna á formann
Félags ungra sjálfstæðismanna.
Myndi aðalstarfsmaður K.F.U.M.,
sem er þjóðkunnur áhugamaður um
kristniboðsmál (S. B.), eða fyrrver-
andi þjóðkirkjuprestur (J. A. G.),
sem eru aðalkristindómskennarar skól-
ans, vera líklegir til að vinna að út-
rýmingu kristindómsins, eða þorir
hann að fullyrða, að við öll séum
svo „sýkt af andlegri pest“, að börn-
um sé ekki óhætt í návist okkar? Eg
tel mér skylt að mótmæla þessu fyr-
ir skólans hönd, líka þó að það komi
frá manni, sem sendir það nafnlaust
út til almennings í þeirri von, að al-
saklausum manni verði um kennt.
Hér þarf reyndar ekki að tala dul-
mælum. Höf. þekkist af skrifum sín-
um. Það er hans að segja sjálfur til
nafns síns, þó að hann kunni nú að
blygðast sín fyrir frumhlaupið.
Páll Bjarnason.
Grein þessi fékk ekki rúm í síðasta
„Víði“.
P. B.“
Þegar þessi svargrein skólastjór-
ans birtist, varð kurr í bænum. Skor-
að var á ritstjóra Víðis að birta nafn
höfundar árásargreinarinnar. Hinn
hamstola huldumaður varð þá að láta
til leiðast og birta nafn sitt.
í 47. tbl. Víðis, hinn 26. nóv. 1938,
birtist svar við grein skólastjóra
undir fullu nafni. Sú grein fer hér á
eftir. Hún talar sínu máli um það,
hversu auðvelt og ánægjulegt muni
hafa verið að stjórna skóla og starfa
að kennslumálum í Vestmannaeyja-
kaupstað á þessum árum.
Höfundurinn var þá nýlega orðinn
einn af bæjarfulltrúum hins allsráð-
andi valds í kaupstaðnum og stefndi
að því með ráðum og dáð að verða
konsúll í bænum. I fyllingu tímans,
er hann hafði sannað sig verðan þess,
BLIK
75