Blik - 01.06.1972, Side 21
Til herra landsímastjóra 0. For-
berg, Reykjavík.
Hér með veitir undirrituð stjórn
Rit- og talsímahlutafélags Vest-
mannaeyja yður fullt og ótakmarkað
umboð til þess að gjöra innkaup á
öllu efni og áhöldum til hinnar fyrir-
huguðu símalínu milli Garðsauka og
Vestmannaeyja ásamt tilheyrandi
stöðvum.
Einnig veitum vér yður umboð til
þess að ráða verkstjóra og fólk til að
framkvæma verkið og gjöra aðrar
ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til
þess að símasambarpi milli Vest-
mannaeyja og meginlandsins komist
sem fyrst á.
Ennfremur veitist yður umboð til
þess að gjöra samning við hrepp-
stjóra þá, þar sem síminn kemur til
að liggja á landi, um símstöðvar og
annað, er með þarf.
Til leiðbeiningar skal tekið fram,
að nú eru lofaðar um 24 þúsund
krónur í hlutum, og væntir stjórnin,
að eitthvað bætist við þá upphæð
síðar meir.
Stjórnin lofar að sjá um greiðslu á
öllu því, er þér kaupið inn til símans.
Vestmannaeyjum, 2. júní 1911.
Gísli J. Johnsen, Sigurður Sigur-
finnsson, Þorsteinn Jónsson.
Hinn 30. júní sumarið 1911 kom
norskt skip til Vestmannaeyja og
lagðist við akkeri á Víkinni í vestan
andvara og björtu veðri. Það var
gufuskipið Stralsund. Farmur þess
var einvörðungu símastaurar frá
Noregi, sem notast áttu til að bera
uppi símalínu frá Garðsauka fram til
strandar, þar sem sæsíminn frá Eyj-
um yrði lagður á land. Hinn norski
skipstjóri afsagði með öllu að af-
ferma skipið upp við Landeyjasand
eða suðurströndina af ótta við út-
firið eða sandrifin. Þess vegna varð
að flytja alla staurana fyrir afli vél-
báta frá Eyjum til lands. Þetta allt
sannast og skýrist með bréfi, sem
formaður Rit- og talsímahlutafélags
Vestmannaeyja, Gísli J. Johnsen,
skrifaði Guðmundi bónda Sigurðs-
syni í Litlu-Hildisey. Hann sendi
bréfið með vélbáti, sem dró fyrstu
símastaurana norður að Hólmasandi,
þar sem þeir voru dregnir á land. En
Guðmundur bóndi er enn þekktur
mætismaður hér í Eyjum, Guðmund-
ur Sigurðsson frá Heiðardal við Há-
steinsveg, sem enn býr hér, nú 88
ára að aldri.
Bréf þetta var dags. 1. júlí 1911
eða daginn eftir að skipið Stralsund
kom til Eyja með staurana, og orðað-
ist þannig:
Herra Guðmundur Sigurðsson,
Hildisey.
Símastaurarnir komu hingað í
gærkvöldi með skipi beint frá Nor-
egi. Og þar eð ekki er nærri því
komandi að fá skipið til að fara upp
að sandinum með þá, varð að neyð-
ast til að skipa þeim upp, og verður
svo að reyna að koma þeim í flotum
til lands. Ég vil því biðja þig sam-
kvæmt umtali, er þú varst hér á ferð
síðast, að veita þeim mótttöku í
Sandinum og sjá um flutning þeirra
BLIK
19