Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 136
vegaverkstjóri í SkagafjarSarsveit-
um. Ekki er það ólíklega til getið, að
uppruni konu hans hafi haft einhver
áhrif á sumardvalir hans þar, en
kona hans hét Margrét S. Björns-
dóttir og var skagfirzk að uppruna.
Þau giftust 2. október 1896 og eign-
uðust þrjú börn (sjá Kennaratal á Is-
landi I. bindi, bls. 258).
Arið 1910 kom út söngkennslubók
handa byrjendum eftir Hallgrím tón-
skáld Þorsteinsson, og svo 13 söng-
lög árið 1913.
Hljómsveitarstjórinn og tónskáld-
ið var heiðursfélagi Lúðrasveitar
Vestmannaeyja hinnar yngstu. Það
kjöri hljómsveitin hann fyrir hin ó-
eigingjörnu störf hans í þágu tón-
listar í Vestmannaeyjum á árunum
1925—1928.
Hallgrímur Þorsteinsson tónskáld
var fórnfús hugsjónamaður á tón-
listarsviðinu og áhrifamikill per-
sónuleiki, sem hinir ungu unnendur
tónlistar í Vestmannaeyjum og fé-
lagar í hlj ómlistarlífinu þar dáðu og
þökkuðu. Hann vann hér vissulega
mikið menningarstarf af ötulleik og
miklum áhuga. Fáir kunnu að meta
það betur en Oddgeir Kristjánsson
og félagar hans við hljómlistarstörf-
in.
Hallgrímur andaðist 9. nóv. 1952.
III
Tónlistarmaðurinn Oddgeir Kristjánsson
I fyrra birti Blik kafla úr greinum
og önnur minningarorð um Oddgeir
Kristjánsson, hlj ómsveitarstj óra og
tónskáld, svo og hluta af ræðu prests-
ins við útför hans. Þá höfðum við
orð á því, að eftir væri að minnast að
nokkru hins mikla tónlistarstarfs
hans hér í kaupstaðnum.
Árið 1924, þegar Lúðrasveit Vest-
mannaeyja var endurvakin af þyrni-
rósarsvefni, tóku ungir menn í kaup-
staðnum að hugleiða sjálfa sig, hug-
leiða hneigðir sínar til tónlistar og
þátttöku í hljómlistarstarfi í bænum.
Nýtt líf færðist í þessar kenndir,
þegar Hallgrímur Þorsteinsson, hinn
kunni tónlistarmaður og hljómsveit-
arstjóri, fluttist til Eyja vorið 1925.
Þá var það sem Oddgeir Kristjáns-
son frá Heiðarbrún við Vestmanna-
braut, fermingardrengurinn frá vor-
inu, tók að hugleiða sjálfan sig og
hneigðir sínar til tónlistar. I rauninni
hafði hann uppgötvað áður, að hann
hefði bæði hneigðir og getu til þess
að iðka tónlist. Hann afréð nú að
gerast félagi í hinni nýju, endurreistu
lúðrasveit í kaupstaðnum. Oddgeir
starfaði síðan í þessari Lúðrasveit
Vestmannaeyja í 5 ár samfleytt (1926
—1931) undir stjórn Hallgríms Þor-
steinssonar, og svo Ragnars Bene-
diktssonar frá Borgareyri í Mjóafirði
eystra, þegar aðalstjórnandinn dvald-
ist utan Eyjanna. Starf Oddgeirs í
lúðrasveitinni efldi með honum
sjálfstraust og framsækni á tónlistar-
sviðinu. Hann afréð nám á því sviði,
134
BLIK