Blik - 01.06.1972, Síða 150
huga. Hér birti ég liann í tilefni þess,
að Blik flytur nú almenningi fyrsta
kafla í minjaskrá Byggðarsafnsins,
þar sem fjallað er um minjar þær,
sem safnið á frá sj ávarútveginum hér
í byggðarlaginu. Endurminning Gísla
heitins fylla upp ýmis atriði, sem nú
eru horfin í fyrnsku, — sögulegar
staðreyndir, sem sumar hverjar eru
ekki til á prenti annars staðar, að ég
bezt veit. A. m. k. hefur mér ekki enn
tekizt að finna þær, þrátt fyrir leit
og lestur margskonar heimilda um
sjávarútveg íslendinga að fornu og
nýju. (Sjá einnig Blik 1957 og 1967
um fyllri frásögn og heimildir).
VESTMANNEYISKAR BLÓMARÓSIR
Aftari röð frá vinstri: Guðrún Agústsdóttir frá Úthlíð, Júlía Kristmannsdóttir frá Stein-
holti, Hlíf Þórarinsdóttir frá Lundi, Þóra Gísladóttir frá Görðum, Lilja Olafsdóttir frá
Strönd, Sigrún Guðjó.nsdótdr frá Svanhóli, Aðalheiður Jónsdóttir. — Fremri röð frá
vinstri: Jónína Helgadóttir frá Dalbœ, Asta Þorsteinsdóttir frá Laufási, Margrét Guð-
mundsdóttir frá Grafarholti, frú Matthildur Sveinsdóttir frá Akranesi, kennslukona í mat-
reiðslu, Eva Andersen frá Sólbakka, Elín Jónsdótúr frá Olafshúsum. — Mynd þessi er
af vestmannaeyískum blómarósum, sem sóttu matreiðslunámskeið Kvenfélagsins Líknar,
er það hélt í kjallara Nýja-bíós (nr. 28 við Véstmannabraut) árið 1926.
148
BLIK