Blik - 01.06.1972, Síða 133
fyrst í húsinu Akurey við Vestmanna-
braut, leigði þar herbergi, en síðan
í Ásgarði hjá þeim kunnu hjónum
Gíslínu Jónsdóttur og Árna Filipp-
ussyni. Alls dvaldist hann hér í Eyj-
um fjögur sumur. Hér vann hann á
vegum tengdasonar síns, Egils kaup-
manns Jakobsen, sem rak hér verzl-
un frá árinu 1913 (Sjá mynd af
fyrstu símstöðinni í Eyjum hér í rit-
inu j og byggði hér verzlunarhús
eftir nokkur ár neðst við Bárustíg-
inn austanverðan. (Sjá verzluarhús
frú Onnu Gunnlaugsson, læknis-
ekkju). Öðrum þræði vann Helgi
Helgason við byggingu þessa hér á
sumrin, dyttaði að henni og málaði.
Eins og ég drap á, var tónskáld
þetta lærður trésmiður og þá sér-
staklega húsasmiður. Einnig vann
hann mikið að skipasmíðum í
Reykjavík á yngri árum sínum. Með-
an hann dvaldi í Ásgarði, hafði Árni
Filippus, gjaldkeri, ánægju af að
kynnast eilítið fyrri störfum hans
við húsa- og skipasmíðar. Þá skrif-
aði hann upp eftir honum nokkurn
fróðleik um skipasmíðar hans. Hér
leyfi ég mér að birta það orðrétt:
„Hann (þ. e. H. H.) lærði trésmíði
alls konar í Kaupmannahöfn og hóf
þá iðn sína í Reykjavík árið 1881.
Hann smíðaði fyrsta skipið 1893.
Það hét Stígandi, 17 smálestir að
stærð. Hann var skarsúða tvístefn-
ungur með kútterasiglingu. Var Stíg-
andi m. a. notaður til vöruflutninga
í Faxaflóa, og var Markús Bjarna-
son (skólastjóri Stýrimannaskólans í
Reykjavík frá stofnun hans 1890 til
æviloka 28. júní 1900) fyrst skip-
stjóri á honum, en Einar Stefánsson,
síðar skipstjóri á v/s Dettifossi, var
þá matsveinn á Stíganda.
Annað skip, sem Helgi Helgason
smíðaði, var Guðrún, sem hét eftir
komu hans. Skip þetta var 26 lestir,
sléttsúða og mjög vandað. Var það
með litlum gafli á afturskut. Þetta
var nýtt í skipasmíði og þótti ekki
reynast vel.
Þriðja skipið smíðaði Helgi árið
1896. Það var 30 smálestir og hét
Elín eftir landshöfðingjafrúnni, og
átti Magnús Stephensen, landshöfð-
ingi, helming í skipinu, sem var mjög
vandað og ið ágætasta skip. Það var
skírt með því að brjóta kampavíns-
flösku á stefni þess, sem þá var sjald-
gæfur atburður við skírn skipa. —
Skipið endaði tilveru sína á Siglu-
firði.
Árið 1897 gerði Helgi Helgason
við spítalaskip Frakka, St. Paul, sem
rak upp í klettana í Skuggahverfi í
ofsaroki í maí 1897 og brotnaði
mikið. Þótti viðgerðin takast mjög
vel og með ólíkindum og sanna vel
smíðahæfni Helga Helgasonar.“
Þessi fróðleiksklausa um skipa-
smíðar Helga Helgasonar tónskálds
er þannig til orðin og til mín komin,
að hann gaf Árna í Ásgarði, sem
hann vissi að var smiður góður,
tvær axir, sem hann hafði með sér
hingað til Eyja. Þær hafði hann not-
að við skipasmíðarnar og svo húsa-
smíðar um langt árabil. Síðar löngu
gáfu systurnar í Ásgarði, Guðrún og
Katrín Árnadætur, Byggðarsafninu
BLIK
131