Blik - 01.06.1972, Síða 113
Síðari hluta sumars Í92l fluttist
Helgi Helgason alfarinn frá Vest-
mannaeyjum. Þá var um tíma feng-
inn stjórnandi frá Reykjavík, Auð-
björn Emilsson að nafni. En svo
annaðist Ragnar Benediktsson stjórn
lúðrasveitarinnar, það sem hún átti
eftir ævinnar, en hún lognaðist út af
haustið 1922. Orsakirnar til þess
munu fyrst og fremst hafa verið þeir
erfiðleikar, sem atvinnulífið olli um
það, að piltarnir gætu sótt æfingar
reglulega og stundvíslega. Þeir erfið-
leikar deyddu með tíð og tíma áhuga
forgöngumanna, svo að félagsskapur-
inn tærðist upp, ef svo mætti orða
það, •— dó sínum drottni.
Þegar Helgi var horfinn frá starf-
inu, tóku dauðamerkin að gera vart
við sig. Um þetta atriði kemst Árni
Árnason svo að orði í 10 ára afmælis-
riti hinnar yngstu Lúðrasveitar Vest-
mannaeyja árið 1949: „Það var eins
og allt vantaði, þegar gamli maður-
inn var ekki meðal okkar.“
III
Lúðrasveit Vestmannaeyja 1924—1931
Stjórnendur: Asbjörn Einarsson, Hallgrímur Þorsteinsson og Ragnar Benediktsson
Haustið 1924 hafði hlj ómlistarlífið
í Vestmannaeyjakaupstað að mestu
legið niðri undanfarin tvö ár. Þá var
hafizt handa að endurvekja Lúðra-
sveit Vestmannaeyja. Forgöngumenn-
irnir voru félagar úr lúðrasveit Helga
Helgasonar og þá sérstaklega Ragnar
Benediktsson og Ingi Kristmanns.
Haustið 1924 fluttist hingað Ás-
björn nokkur Einarsson, lúðraþeyt-
ari úr Reykjavík m. m., og tókst hann
á hendur að hefja æfingar með félög-
um hinnar endurreistu Lúðrasveitar
Vestmannaeyja. Starfskraftarnir voru
að nokkru leyti hinir sömu og áður
fyrst í stað, en svo bættust við nýir
og nýtir félagar, þegar fram leið. Ás-
björn Einarsson æfði lúðrasveitina
til áramóta 1924/1925 með sæmileg-
um árangri. Æft var af áhuga og
tíminn vel notaður. Hin endurreista
lúðrasveit fékk til afnota og æfinga
loftið í frystihúsi Isfélags Vestmanna-
eyja. Þar var stundum svalt og ekki
beint vistlegt, en hvað verður ekki
notað í neyð?
Þessir piltar voru starfandi kraftar
í Lúðrasveit Vestmannaeyja, hinni
þriðju, þau 7 ár, sem hún starfaði:
1. Gísli Finnsson frá Borgarnesi, til
heimilis að Sólbakka við Há-
steinsveg (clarinet).
2. Oddgeir Kristjánsson frá Heið-
arbrún (cornet).
3. Willum Andersen frá Sólbakka
(cornet).
4. Harald St. Björnsson, sonur
Baldvins Björnssonar gullsmiðs
(tromba).
5. Þorsteinn Sigurðsson frá Melstað
(tromba).
BLIK
111