Blik - 01.06.1972, Qupperneq 197
tugír náÍa, sem geymzt hafa, síðan
Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyj-
um lét kenna nemendum sínum netja-
gerð og netjabætingu í verkstæði
skólans að Goðasteini.
136. Netjasteinamerki vélbátsins
Skuldar VE 163. Stautur þessi með
töluni 163 var notaður til þess að
merkja bátnum netjasteina um leið
og þeir voru steyptir handa honum.
137. Netjasteinamerki, talan 219,
einkennistala v/b Emmu. Gjöf frá út-
gerð hennar.
138. Netjasteinamót. Það var not-
að til að steypa í netjasteina, fyrstu
og elztu gerð þeirra, sem hér voru
steyptir. Mótið er frá Emmu-útgerð-
inni. Gefandi: Eiríkur Asbjörnsson,
útgerðarmaður.
139. Netjasteinamót, gömul stærð
frá þeim árum, er þorskanetin voru
aðeins 18 möskva djúp. Þessa gerð
netjasteina gerði fyrstur Jón Einars-
son, bóndi og hreppstjóri í Munda-
koti á Eyrarbakka. (Sjá bókina Þor-
lákshöfn). Helgi Benediktsson, út-
gerðarmaður, gaf Byggðarsafninu
mótið.
140. Netjasteinar tveir úr sæsorfnu
blágrýti (fjörusteinar). Þannig voru
fyrstu netjasteinar útvegsbænda hér
á árunum 1913-1915. Gat var höggv-
ið í steininn og þar festur hanki, eins
og enn sést ljóslega. Þessa elztu netja-
steina gaf Bergur Elías Guðjónsson,
útgerðarmaður, Byggðarsafninu.
141. Netjasteinar, tveir rauðir
leirsteinar. Þeir eru norskir. Norð-
maðurinn A. Förland stundaði hér
þorskanetjaveiðar á árunum 1914 og
1915 og gerði út frá Eiðinu í Vest-
mannaeyjum, þar sem hann átti hús.
Hann flutti þessa netjasteina inn frá
Noregi.
142. Netjasteinar — þrír hnött-
óttir. Þessir netjasteinar voru kallað-
ir Isólfssteinar, kenndir við Isólf
Pálsson organista á Stokkseyri, sem
fann þá upp, steypti og seldi um skeið.
Þeir þóttu ekki heppilegir og náðu
því ekki hylli hér í Eyjum.
143. Netjasteinn af nýjustu gerð.
Þegar þorskanetin dýpkuðu, þurfti
þyngri netjasteina. Þá varð þessi
stærð þeirra ríkjandi og hefur verið
það síðan.
144. Plasthringur —- nýtízkufyrir-
brigði; notaður í stað glerkúlna á
þorskanet.
145. Pottsakka. Sökkur af þessari
gerð flutti Brydeverzlun til Eyja um
aldamótin. Þá tóku varðsteinarnir að
hverfa af handfærunum.
146. Prímus af v/b Nóa, sem Jón
í Mandal Stefánsson gerði út. Frú
Bergþóra Jóhannsdóttir í Mandal gaf
gripinn Byggðarsafninu. Prímusar
voru notaðir til að hita upp „gas-
hausa“ fyrstu bátavélanna.
147. Prímus, nýr og ónotaður.
Gefandi: Helgi Benediktsson, útgerð-
armaður.
148. Olíubrúsi frá Nóaútgerðinni
í Mandal. Um nokkurt árabil eftir
að útgerð vélbátanna hófst, var öll
steinolía (vélaeldsneytið) flutt til
landsins á tunnum (eikartunnum).
Olíutunnan var að jafnaði höfð á
stokkum í beituskúr eða aðgerðar-
húsi og þar töppuð af henni olían á
BLIK
195