Blik - 01.06.1972, Síða 38
áttu sér ekki stað, svo að teljandi sé,
utan einu sinni, er sveifarás aflvélar-
innar brotnaöi. Þetta óhapp gerðist
á seinni hluta styrj aldartímans og
þess vegna mjög erfitt að fá vara-
hluti alla frá útlöndum. Ohappið átti
sér stað á versta tíma ársins, í hyrj-
un aprílmánaðar og í upphafi neta-
vertíðarinnar. Bátar komu að landi
með mikinn afla. Brotið á sveifar-
ásnum var mikið áfall fyrir verk-
smiðjuna. Segja mátti, að við stæð-
um allir ráðalausir. Hvað var til
ráða? Ekki varð fenginn sveifarás
utanlands frá nema á löngum tíma,
þó svo vel tækist til, að hann kæmi
einhverntíma.
Þessi langa stöðvun á rekstri verk-
smiöjunnar hlaut að hafa miklar
skemmdir á hráefni í för með sér,
og þar með afarmikið fjárhagslegt
tjón. Til voru gamlar vélar, sem tekn-
ar höfðu verið úr bátum vegna slits.
Þær vildu sumir taka í notkun, reyna
að tjaslast við þær. Ég var því mót-
fallinn. Hafði enga trú á, að vélar
þær dygðu okkur fremur en fyrri
eigendunum. Ég vildi láta reyna að
sjóða saman sveifarásinn, og ég
hafði óbilandi trú á vissum starfs-
mönnum Yélsmiðjunnar Magna til
þess að inna það verk af hendi. Með
þá sannfæringu mína gekk ég á fund
vinar míns og beztu hjálparhellu,
Guðjóns Jónssonar, vélsmiös í
Magna, og fékk hann til að hugleiða
hlutina með mér. Loks afréð hann
að reyna þetta. Brátt hófst undirbún-
ingur undir suðuna. Einar Illugason
var þá starfsmaöur í Magna og sauö
hann saman sveifarásinn. Síðan tók
Guðjón við að rétta sveifina og gera
hana nothæfa, því að við suðuna
kastaði efnið sér.
Segja má með sanni, að starf þess-
ara Magnamanna hafi tekizt vel í alla
staði, því að 14. apríl var vélin kom-
in í gang, og gekk hún eftir það í
mörg ár, dag og nótt vikum saman.
Þetta varð allt til mikillar ánægju
fyrir okkur alla, sem unnum við verk-
smiðjuna og svo eigendur hennar, og
til mikils hagnaðar öllu byggðarlag-
inu. Mikla þökk og innilega hlaut
Guðjón Jónsson fyrir verk sitt.
Það mun hafa verið árið 1946 að
bætt var við vélaafl verksmiðjunnar,
svo að um munaöi. Þá var keypt
110 hestafla vél og 60 kgw jafn-
straumsrafall, sem framleiddi raf-
magn til síldarvinnslunnar. Fleiri
vélum var bætt við, m. a. dísilrafvél
til riðstraumsframleiöslu. Eftir þá
endurbót og þann viðauka uxu af-
köst verksmiðjunnar upp í 30—40
smálestir af mjöli á sólarhring.
Arin liðu með miklum breytingum
og jafnvel byltingum í aflabörgðum
og atvinnulífi, framleiðsluháttum og
framþróun.
Árið 1957 verða eigendaskipti að
fiskimjölsverksmiðjunni. Þá var
henni breytt í hlutafélag og eigend-
urnir urðu Fiskiðjan hf. og Vinnslu-
stöðin hf.
Þá geröist forstöðumaður verk-
smiðjunnar Þorsteinn Sigurðsson á
Blátindi við Heimagötu. Þetta er
mikill dugnaðar- og framfaramaöur
og einnig góður drengur.
36
BLIK