Blik - 01.06.1972, Page 74
ar um þessi ár, þetta voðatímabil í
sögu bæjarfélagsins.
Allt á sína þróun, vöxt sinn og
viðgang. Hið fráleitasta reynist
stundum vísir að framförum og
heillaferð „götuna fram eftir veg.“
Haustið 1938 (14. sept.) hófu
Framsóknarmenn í Vestmannaeyjum
blaðaútgáfu. Fyrsta blað Framsókn-
arblaðsins, en svo kölluðu þeir blað
sitt, fékkst prentað hér í prentsmiðju
valdhafanna, en síðan ekki söguna
meir. Til Reykjavíkur varð að leita
prentunar á blaðinu.
Nú virtist blossa upp í bænum
heift og hamstola æði, sem m. a. bitn-
aði á kennurum barnaskólans og
stofnuninni. Annars væri þessa ekki
getið hér. Uppnefni á vissum hópum
manna tóku að ganga manna á milli.
Þeir, sem hylltust að stefnu Fram-
sóknarflokksins, voru oft nefndir
„Framsóknarhundar“! I því sam-
bandi vil ég taka hér upp orðrétta
klausu úr Víði, blaði valdhafanna:
„ . .. væri aðstaðan þannig, myndu
jafnvel hinir grunnhyggnustu fram-
sóknarhvolpar forðast að biðja um
nokkurn samanburð .. .“ (Sjá Víði,
30. okt. 1938).
Þannig var orðbragðið í blaði
valdhafanna. Á þessum árum hygg
ég, að fyrst hafi heyrzt orðið Krati,
sem var þá þrungið fyrirlitningu og
hneykslan á fylgifiskum jafnaðar-
stefnunnar. Og svo voru „kommún-
istarnir“ á hinu leitinu, „viðurstyggð
allrar viðurstyggðarinnar“, eins og
það hét á máli kunningja míns í
innsta hring hins alls ráðandi flokks
í bænum.
Þetta hlýt ég allt að taka fram til
skýringar og skilningsauka á skrifum
þeim um barnakennarana í bænum
og barnaskólann í heild, sem verða
birt hér orðrétt, því að þau eru þátt-
ur í sögu skólans. Þau eru prentuð
hér upp úr blaðinu Víði. Þau skrif
munu tæpast eiga sér hliðstæður í
öllu landinu fremur en vöxtur og
þróun nazismans með vissu ungu
fólki í Vestmannaeyjabyggð á dög-
um nazismans í Þýzkalandi, þegar
þar var undirbúinn allsherjar sigur
hans og „þriðja ríkið“ í uppsigl-
ingu. Skrif þessi gefa glöggum les-
anda hugmynd um þann jarðveg,
sem skólum kaupstaðarins var þá
ætlað að þróast í og verða æskulýð
bæjarins til gæfu og góðs farnaðar á
lífsleiðinni.
1 einu af fyrstu blöðum Framsókn-
arblaðsins birti einn af barnaskóla-
kennurunum grein um leikvöll barna-
skólans. Hann kvartaði þar yfir því,
hversu börnin ættu erfitt með að nota
hann í rigningartíð sökum bleytu,
foraðs, þar sem aldrei hafði fengizt
borið ofan í leikvöll barnanna svo að
árum skipti. Grein þessa skrifaði Arn-
bj örn Sigurgeirsson barnakennari.
Vegna afleiðinganna af skrifum þess-
um verð ég hér að taka fram, að ekki
hafði ég hugmynd um, hvar kennari
þessi hafði staðsett sig í stjórnmála-
heiminum íslenzka eða haslað sér
þar völl. Þó þekkti ég kennarann vel,
þennan skólabróður minn frá Kenn-
72
BLIK