Blik - 01.06.1972, Side 120
Lúðrasveit Vestmannaeyja árið 1940 (Stofnuð 22. marz 1939). Aftari röcf frá vinstri: Sig-
urjón Kristinsson frá Hvíld, Hreggviður Jónsson frá Hlíð (formaður Lúðrasveitarinnar),
Arni Guðjónsson frá Breiðholti, Kjartan Bjarnason frú Djúpadal, Jóhann Gíslason frá
Uppsölum, Karl Guðjónsson frá Breiðholti, Björn Sigurðsson frá Hallormsstað, Jónas Þ.
Dagbjartsson frá Jaðri, Gísli Kristjánsson frá Heiðarbrún, Sigurður Guðlaugsson frá
Laugalandi. Fremri röð frá vinstri: Haraldur Kristjánsson frá Heiðarbrún, Guðjón Hjör-
leifsson (síðar múrari), Oddgeir Kristjánsson frá Heiðarbrún, Guðlaugur Kristófersson,
Bjarmahlíð (nr. 26 við Brekastíg). Öll húsnöfnin eru kunn í Eyjum.
„að erfðum“ gömlu lúðrana, sem hér
voru til frá lúðrasveitinni 1924—
1931, hinni þriðju.
Hinn 22. marz um veturinn (1939)
stofnuðu þeir formlega félagsskap
sinn og kusu sér stjórn. Formaður
hinnar nýju lúðrasveitar var kjörinn
Hreggviður Jónsson, ritari Karl Guð-
jónsson og gjaldkeri Oddgeir Krist-
jánsson, sem jafnframt var ráðinn
stjórnandi lúðrasveitarinnar, eins og
ráð hafði verið fyrir gert frá upp-
hafi.
Ekki höfðu þessir sex piltar þeytt
lengi lúðra sína, þegar þrír ungir
menn og upprennandi í kaupstaðnum
æsktu þess að fá að vera með og læra
að „þeyta Mðra“. Þessir þremenn-
ingar voru þeir Haraldur Kristjáns-
son frá Heiðarbrún, bróðir Oddgeirs,
Arni Guðjónsson frá Breiðholti,
bróðir Karls Guðjónssonar, og Guð-
jón H j örleifsson, síðar starfandi
múrari í bænum.
Þegar hér er komið sögu, hafði
Akogesfélagið í bænum byggt tveggja
118
BLIK