Blik - 01.06.1972, Side 183
inni en ártalið 1836, en það ár var
áraskip þetta smíðað á Ljótarstöðum
í Landeyjum. Sigurður Olason for-
stjóri að Þrúðvangi við Skólaveg
(nr. 22), gaf Byggðarsafninu fjölina.
28. Bitafjöl úr hinu kunna afla-
skipi í Eyjum og hákarlaskipi, áttær-
ingnum Frið, sem Gísli verzlunar-
stjóri Engilbertsson við Júlíushaab-
verzlun átti hluta í og gerði út ýmist
á þorkveiðar eða hákarlaveiðar á
síðari hluta síðustu aldar. Við rann-
sókn Lúðvíks Kristjánssonar, rithöf-
undar, hefur komið í ljós, að þetta
er yngsta bitafjölin, sem nú er á
minjasöfnum í landinu.
A bitafjölinni gefur að lesa fyrir-
bæn, svo sem venja var til á bita-
fjölum:
Frið leiði friður, farsæld og gæfa,
haldist í höndur -höpp úr sæ fanga-,
ráð, dáð og dugur drottins í nafni.
(1906).
Bitafjalir voru oftast festar framan
á þóftuna eða bitann milli skutar og
austursrúms í opnu skipunum. Þar
blöstu þær við skipshöfn allri.
Frú Katrín Gísladóttir verzlunar-
stjóra Engilbertssonar, gaf Byggðar-
safninu bitafjöl þessa.
29. Bjalla, bátsbjalla, sem fylgdi
fyrsta vélbátnum hér, sem hlaut nafn-
ið Kap VE 272. Kap var byggð í
Noregi 1919 og var fyrst gerð hér út
1925. Jón Jónsson útgerðarmaður í
Hlíf við Skólaveg, keypli einn bátinn
hingað. Þá var bjallan í bátnum og
siðar gefin Byggðarsafninu.
30. Bjalla, sem fylgdi v/b Von
VE 279, sem keyptur var frá Noregi
árið 1929. Bát þennan áttu Holts-
feðgarnir, Vigfús Jónsson í Holti
(Ásavegur 2) og synir hans Guð-
mundur og Jón. Þeir gáfu Byggðar-
safninu bjölluna.
31. Bjalla úr enska togaranum
Donwood, sem strandaði austan við
nyrðri hafnargarðinn (Hörgeyrar-
garðinn) í Eyjum árið 1965. Jón I.
Sigurðsson, hafnsögumaður frá Látr-
um í Eyjum, o. fl., sem keyptu togara-
flakið á sínum tíma, gáfu Byggðar-
safninu bjölluna til minnis um atburð
þennan.
32. Bjóð (línubjóð). f bjóð eða
þannig lagaða trékassa var línan
(lóðin) beitt, áður en tekið var að
nota stampa til að beita í og svo lagn-
arrennu. Þegar búið var að krækja
agninu (beitunni) á önglana, voru
þeir lagðir í raðir í mjórri enda
bjóðsins og línuásinn hringaður nið-
ur í breiðari enda þess. Ur bjóði var
línan lögð með berum höndum.
Bjóðið er frá v/b Sæfara VE 11,
sem hét áður Vorblómið. Var þá tek-
inn fyrir smygl á bannárunum. G. J.
J. keypti þá bátinn. Gefandi: Jón
Karlsson, Reykholti við Urðaveg.
33. Bjóð, lítið strengjabjóð. Á
fyrstu árum válbátanna voru ýmis
aukastörf á sjónum, svo sein lagning
línunnar, vélgæzla o. fl., greidd með
því að sjómaðurinn fékk að hafa sér-
stakan línustreng eða strengi og naut
þá aflans, sem á kom. Bjóð þetta hef-
ur verið notað til að beita í strengi
slíka. Bjóðið er frá Mandal og er frá
Gústavs-útgerð þeirra Jóns Ingi-
mundarsonar og Stefáns Gíslasonar,
BLIK
181