Blik - 01.06.1972, Síða 153
kjöt hangiö og svonefnt blóðkjöt.
Það var hrossakjöt, sem á blóðvelli
var látið í ílát, þegar hross var slegið
af, ásamt blóðinu, sem hirt var til að
geyma það í. Flestir létu ögn af
rommi í blóðið, svo að það rotnaði
síður. Þá var einnig oft smáselur
ýldaður 2—3 mánuði, heill með inn-
yflum, t. d. látinn í fjós, svo að hann
gæti úldnað sem mest og kuldi ekki
kæmist að honum. Af öllu þessu var
hin sterkasta og versta ólykt og ekki
sjóveikum hent að vera nálægt, er
þetta var matreitt fyrir hákarlinn.
Það verk var ætlað einhverjum þeim
manni, sem ekki var talinn liðugur
í snúningum til þess að fást við dráp
eða skurð hákarlsins. Þá þurfti sá
hinn sami að kunna að skera og laga
beituna eftir vild fiskimannsins. Og
brjóstheill þurfti hann að vera og
laus við sjóveiki.
Einnig var notað í beitu saltað
selsspik. Þá var skinnið haft með
spikinu til þess að beita héldist betur
á önglinum. Beitan var skorin í smá-
ferhyrninga og „þrædd“ upp á allan
öngulinn upp að sigurnagla. Venju-
lega var svo haft þríhyrnt þykk-
ildi á oddi öngulsins. Gallpungur var
og hafður, þegar hákarl var fenginn,
svo og blóðkjötsstykki eða úldinn
selsbiti. Öngullinn var beittur þannig,
að annar bitinn var reykt hrossakjöt
en hinn saltað selsspik.
Venjulega var tveim sóknum (fær-
um) rennt sinni á hvort borð. Þó
voru stundum notaðar þrjár sóknir
til að byrja með til þess að gera meiri
brá í sjóinn til að hæna hákarlinn að.
Bátaábyrgðarsjóðurinn valdi á
hverju ári þrjá menn til þess að yfir-
líta vetrarvertíðarskip, segl og siglu-
tré og legugögn og svo áhöld þau,
sem nota átti við hákarlaveiðar.
Gefa skyldu þeir skriflega skýrslu
um ástand hvers skips. Legutóg voru
reynd þannig, að annar endi tógsins
var bundinn fastur, en 12 frískir
menn fóru í hinn endann og tóku á
sem orkuðu. Væri um sóknarfæri að
ræða (handvaðsfæri), toguðu þrír
valdir menn í endann eins og þeir
orkuðu. Hvort tógið fyrir sig var þá
álitið ófúið, ef ekki slitnaði við á-
tökin.
Flestir hákarlaformenn höfðu sér-
stakar gætur á, ef einhverjir kölluðu
til hákarlaveiða. Ástæðan fyrir þessu
var sú staðreynd, að alltaf vildi reyn-
ast þýðingarlaust að liggja með
handvað í nálægri tíð í námunda við
þau mið, þar sem hákarlsskrokkum
hafði verið sökkt. Frá þeim miðum
þurfti að liggja býsna langt, ef há-
karlstúrinn ætti að skila nokkrum ár-
angri. Væri t. d. hákarlsskrokkum
sökkt fyrir sunnan Geirfuglasker,
væri helzt ekki gerandi að fara styttra
frá þeim stað en austur fyrir Holts-
hraun. Það var trú manna, að há-
karlinn lægi yfir dauðum hákarls-
skrokkum og æti þá, og á meðan liti
hann ekki við beitu, þó að það væri
blóðúldið hrossakjöt eða selsspik
vætt í rommi. Einnig var sú kenning
við lýði, að hákarlinn yrði sjúkur af
að éta meðbræður sína og liti ekki
við beitu af þeim sökum. Það kom
oft fyrir, ef óvanir menn sátu undir
BLIK
151