Blik - 01.06.1972, Síða 179
Að sjálfsögðu á þessi minjaskrá
safnsins eftir að aukast og vaxa með
vexti þess og viðgangi.
Mættu orð skáldsins Davíðs Stef-
ánssonar sannast á okkur Eyjabúum,
þegar hann fullyrðir:
„Vor forra saga er fólksins heilsulind,
frelsandi kraftur, ættanna helgigrunnur.“
Okkur sjálfum er það mesta gæfan
og menningin að efla sem mest og
bezt sambandsþráðinn milli fortíðar,
nútíðar og framtíðar.
Þó að skráin sé birt í Bliki að
þessu sinni og framvegis, verour hún
sérprentuð handa gestum byggðar-
safnsins, sem kynnu að vilja eiga
hana sjálfstæða eða sérprentaða.
Vestmannaeyjum, 31. des. 1971
Þorsteinn Þ. Víglundsson.
1. kafli
Sj óvcrrútvegurinn
1. Austurausa (kæna), íslenzk.
Olafur Magnússon, útgerðarmaður
og bátasmiður í London við Mið-
stræti smíðaði ausuna og notaði á
juli sínu.
2. Austurausa, sem Hans Biskup-
stöð, bátasmíðameistarinn færeyski,
smíðaði, þegar hann dvaldist hér í
Vestmannaeyjum við smíði á opnum
skipum með færeyisku lagi á árun-
um 1901—1903.
3. Austurtrog (eysill) úr julinu
Labba. Gefandi: Þórður Sveinsson
skipstjóri frá Varmadal við Skóla-
veg. — Austurtrog voru af ýmsum
stærðum, á teinæringum mjög stór
og venjulega fjögur á hverju skipi
á vetrarvertíð.
4. Áhnýtingartœki til þess gert að
herða að hnút, þegar hnýtt var á, eins
og það var kallað — öngullinn hnýtt-
ur á línutauminn. Kristján Sigurðs-
son á Brattlandi við Faxastíg fann
upp tækið, smíðaði og notaði.
5. Ar af áttœring. Árin er um það
bil 8 álnir á lengd eða rúmlega 5
metrar.
6. Ar af skjögtbáti. Þeir voru not-
aðir til ferða og flutnings milli
bryggju og vélbáts, þar sem hann lá
við legufæri sín (bólið) á höfninni.
7. Árabátur með Landeyjalagi.
Það bátslag var vel þekkt í Eyjum á
umliðinni öld a. m. k., með því að
nokkur skip Eyjamanna og þau nafn-
kunnustu, svo sem Gideon, Trú og
Isak voru smíðuð á Ljótarstöðum í
Landeyjum.
Upprunalega var bátur þessi fjór-
róinn, en síðar sett á hann þriðja
ræðið. Þessi stærð báta er talin hafa
verið algeng í Landeyjum og í Eyj-
um á sumarbátum svo kölluðum og
voru þeir kallaðir jul hér í Eyjum
a. m. k., meðan þeir voru aðeins fjór-
rónir.
Tómas bóndi Jónsson á Arnarhóli
í Landeyjum smíðaði bát þennan
árið 1872 og er hann því réttra 100
ára. Hann smíðaði einnig naglana í
byrðinginn og allt annað, sem báts-
ins er.
Báturinn var upphaflega smíðaður
handa Hvolshreppingum eða fyrir
þá. Þess vegna var hann um árabil
kallaður Hvolshreppsbáturinn. Hvols-
BLIK 12
177