Blik - 01.06.1972, Side 64
siautandi og Í2 börn þekktu ekki
alla stafina. Kennararnir vissu um
30 börn í bænum á 8 og 9 ára aldr-
inum, sem aðstandendurnir hirtu
ekki um að senda til prófs eða láta
læra hið minnsta undir skyldunámið
að einu eða tveim árum liðnum.
Samtals hafa þá verið yfir 120 börn
í kaupstaðnum á aldrinum 8 og 9
ára.
Hvað var til ráða? Skólaskyldan
náði þá aðeins til barna 10—14 ára.
Vorið 1923 geisaði taugaveiki í
Vestmannaeyjakaupstað. Guðmund-
ur Björnsson, landlæknir, kom þá til
Eyj a. Hann mæltist til þess við skóla-
nefnd, að hún leyfði að taka barna-
skólahúsið til nota. Koma skyldi þar
fyrir taugaveikissjúklingunum og
annast þá þar, -— einangra þá þar.
Skólanefndin í samráði við skóla-
stjóra spyrnti við fæti og benti á
Goodtemplarahúsið á Mylnuhól til
þessara nota. Eftir nokkurt þref varð
það að ráði, að taugaveikissjúkling-
arnir voru fluttir í Goodtemplara-
húsið, með því að aðventistaprestur-
inn Olsen tók að sér stjórn þessa
máls og umönnun í samráði við hér-
aðslækninn, Halldór Gunnlaugsson.
Þeir skipuðu þessum vandamálum
vel og drengilega til halds og heilla
kaupstaðarbúum í heild, svo að ekki
hlauzt mikill mannskaði af.
Á skólaárinu 1922—1923 nutu
242 börn á skólaskyldualdri kennslu
í barnaskóla kaupstaðarins. Fjarvera
nemendanna var þá áberandi sökum
blóðleysis og hryggskekkj u, svo að
orð var á haft og fært til leturs.
Til þessa var vistarveran, sem kaÍl-
ast kennarastofa, óþekkt í Eyjum.
Hvergi sérstakur dvalarstaður til
handa kennurum milli kennslustunda.
En nú var látið að vilja þeirra eða
farið að beiðni þeirra í þeim efnum.
Lítið herhergi á annarri aðalhæð í
norðausturhorni skólabyggingarinn-
ar var gert að kennarastofu. Þar var
komið fyrir ofni til upphitunar og
svo borði og nokkrum stólum. Þetta
þótti þá viðburður í skólastarfinu í
kaupstaðnum.
1 september 1923 var markverðu
máli hreyft á fundi skólanefndar.
Rætt var um hina brýnu þörf á leikr
fimihúsbyggingu við barnaskóla-
bygginguna. Þessari hugsjón var
haldið vakandi næstu árin og reynd-
ar unnið sleitulaust að því, að hún
yrði að veruleika. Það gerði Páll
skólastjóri sjálfur með góðu liðsinni
skólanefndarformannsins, Árna Fil-
ippussonar.
Frá því að skólabyggingin var tek-
in í notkun haustið 1917 hafði hún
verið kynnt eða hituð með kolaofni
í hverri stofu. En sumarið 1924 af-
réð skólanefnd að róa að því öllum
árum, að miðstöðvarkynding yrði
sett í húsið.
Hinn 13. okt. 1924 sat Halldór
læknir Gunnlaugsson síðast skóla-
nefndarfund. Hann drukknaði við
Eiðið tveim mánuðum síðar, svo sem
kunnugt er, eða 16. desember. Hann
sat í skólanefnd síðustu fimm árin
og hálfu betur og vann þar af áhuga
og velvild til starfs og stéttar. Á
fyrstu árunum sínum hér í Eyjum
62
BLIK