Blik - 01.06.1972, Side 43
EINAR SIGURFINNSSON
Víða liggja leiðir og vegamót
Þessi aldraði vinur allra Vestmannaeyinga, Einar Sigurfinnsson, sem nú býr í Hvera-
gerði, sendir Bliki þessa grein til birtingar. Um leið tjáir hann okkur hinn hlýja hug
sinn til fólksins hér, aðdáun sína á húsmæðrum Eyjanna, myndarskap þeirra og gildi
hins mikilvæga starfs góðrar móður og húsmóður.
Framtíð æskulýðsins íslenzka verður honum bænarefni og hann minnist drengjanna,
sem með honum störfuðu í K.F.U.M. Einar Sigurfinnsson gleðst innilega yfir velgengni
Eyjabúa og mennilegri framþróun kaupstaðarins. Blik óskar honum og öllu hans fólki
allra heilla.
Þegar löng leið hefur verið gengin,
verða skrefin þung og stutt. Þá reikar
hugurinn til kennileita ogvegamerkja,
sem á leiðinni urðu. Málefni, við-
burðir og menn, sem orðið hafa á
vegi manns á ferðalaginu, verða eins-
konar vörður, sem hugurinn staldrar
við. Þar er svipast um.
Ég er einn þeirra ferðalanga, sem
hef nú gengið all-langa leið, en flest
eru sporin ógreinileg eða falin undir
fönn.
Dvalarstaðir mínir hafa verið:
Meðalland, Biskupstungur, Vest-
mannaeyjar og nú Hveragerði. Auk
þess stutt viðdvöl í Reykjavík.
Fæddur er ég í Meðallandi árið
1884 og átti þar heimili fyrri hluta
ævinnar, alls 42 ár. Skaftafellssýsla
er þess vegna mín ættar-, æsku- og
aðalathafnaslóð. Hún á því ríkust
itök í huga mínum. Um viðburði, at-
hafnir og heimahætti þar hef ég skrá-
sett allmikið. Sumt af því er prentað
í tímaritum. Annað er í handriti
syrpu minnar.
Úr Skaftafellssýslu flutti ég til
Reykjavíkur, þar sem ég átti heima í
þrjú ár. Fátt er um þau ár að segja.
Vinna stopul og óviss. En þá gerist
sú saga, að sonur minn, Sigurbjörn,
hefur skólanám sitt, sem hefur orðið
gifturíkt og mér mikið ánægjuefni.
Og þá var ég leiddur á fund þeirrar
konu, sem síðan hefur verið trygg-
ur förunautur minn og blessun lífs
míns í 43 ár.
Svo tekur við 26 ára búseta í Iðu í
Biskupstungum, lengst af sem útlend-
ingur við lítil kynni af sveitungunum
nema næstu nágrönnum, enda var bú-
staðurinn í útjaðri sveitarinnar og
aðskilinn með slæmri torfæru, sem
oft tafði og hindraði samskipti
manna. Þá gerðist það, sem ég tel
mér eitt af mikilvægum höppum æv-
blik
41